Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni

26.Ágúst'08 | 10:57

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og ljóst að mannlífið hér í Eyjum er að komast í sitt hefðbundna horf eftir Þjóðhátíð.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við venjubundið eftirlit með Herjólfi hafði lögreglan afskipti af einum farþeganum og við leit á honum fannst lítisræði af kannabisefnum.   Viðkomandi viðurkenndi að eiga efnin og er málið talið upplýst.

Í morgun, 25. ágúst, var lögreglu tilkynnt um að brotist hafði verið inn í afgreiðslu N1 á Básaksersbryggju. Hafði verið farið inn með því að sparka upp hurð í porti við húsið.  Stolið var um kr. 15.000,- og 6 símakortum með því að brjóta upp peningakassa.  Talið er að innbrotið hafi átt sér stað aðfaranótt 25. ágúst.   Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver eða hverjir þarna voru að verki en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti hún sér stað á veitingastaðnum Lundanum.  Þarna hafði tveimur gestum staðarins sinnast sem endaði með handalögmálum.  Ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða.

Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar í vikunni sem leið. Er í öðru tilvikinu um að ræða þjófnað á reiðhjóli sem stolið var fyrir um tveimur mánuðum síðan við sparkvöllinn við Hamarsskóla. Hjólið er af gerðinni TREK, blátt á litinn.    Í hinu tilvikinu var um að ræða þjófnað á Olympus E500 ljósmyndavél en vélinni var stolið í Kiwanis um helgina en þar var haldin afmælisveisla.  Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um það, hafi samband.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglunni í vikunni en um er að ræða skemmdir á hurð sem er að Fiskiðjuhúsinu, þar sem hljómsveitir höfðu aðstöðu þar til húsið brann í lok síðasta árs.  Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Einn ökumaður fékk sekt vegna brots á umferðarlögum í vikunni sem leið, en um var að ræða vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri.

Í tilefni af því að skólahald er byrjað vill lögreglan minna ökumenn á að þá fjölgar gangandi vegfarendum í umferðinni og vill því hvetja ökumenn til að sýna aðgæslu, sérstaklega í kringum skólana.  Einnig er rétt að benda foreldrum, sem aka börnum sínum í skólann, að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi og nota stefnuljósin. Notkun stefnuljósa flýtir fyrir að greiða úr umferðarhnútum sem myndast við skólana á morgnana.

Nk. mánudag er 1. september og breytast þá reglur um útivistatíma á þann hátt að börnum 12 ára og yngri er óheimilt að vera á almannafæri eftir kl. 20:00 á kvöldin, nema í fylgd með fullorðnum.  Ungmenni 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, nema um sé að ræða beina ferð heim af viðurkenndum skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.  Aldurstakmörk miðast við fæðingarár ekki fæðingardag.

 

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).