Við erum heppin að fá þetta námskeið hingað til Eyja því eftirspurnin um allt land er mjög mikil

25.Ágúst'08 | 14:16

Frosti

Þann 4.september næstkomandi hefst í Vestmannaeyjum námskeiðið Sóknarbraut og er námskeiðið haldið af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Visku og Vestmannaeyjabæ. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Frosta Gíslason, verkefnastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með aðsetur í Vestmannaeyjum og spurðum hann nánar út í námskeiðið

Hvernig námskeið er Sóknarbraut sem halda á í Vestmannaeyjum?
Sóknarbraut er hagnýtt námskeið sem er sérsniðið fyrir fólk sem hefur áhuga að stofna rekstur eða bæta núverandi rekstur fyrirtækja.

Fyrir hverja er þetta námskeið?
Sóknarbraut hentar vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og vilja auka þekkingu sína á rekstri og bæta árangur.  Sóknarbraut hentar vel þeim sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki.  

Hvernig fer kennslan fram á námskeiðinu og hvar verður kennt?
Kennslan byggir á fyrirlestrum, þjálfun, viðtölum og verkefnum. Á námskeiðinu vinnur þú með þína eigin hugmynd eða fyrirtæki og tengir við námsefnið.  
Kennt verður í kennslusal Visku, Strandvegi 50.

Vinna þátttakendur verkefni samhliða námskeiðinu?
Já þátttakendur vinna að sínum verkefnum samhliða námsefninu undir leiðsögn kennaranna auk þess sem boðið verður upp á svo kallaða handleiðslu okkar hjá Nýsköpunarmiðstöðinni samhliða verkefnavinnunni.

Hvað stendur námskeiðið lengi yfir og hversu lengi er kennt í hverri lotu?
Námskeiðið er 36 kennslustundir sem skiptast í 9 hluta og er kennt  kl: 11:00 til 15:00 á fimmtudögum frá 4.september n.k.
(sjá nánar á http://www.nmi.is/impra/namskeid/soknarbraut/dagskra-vestmannaeyjar-2008)

Eitthvað að lokum
Við erum heppin að fá þetta námskeið hingað til Eyja því eftirspurnin um allt land er mjög mikil.
Ég hvet fólk sem stundar fyrirtækjarekstur eða hyggst stunda slíkt að fara þetta námskeið.  Nú gefst tækifæri sem mun skila sér margfalt til baka fyrir þátttakendur.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á http://www.nmi.is/impra/namskeid/soknarbraut/
Og þar er hægt að skrá sig.  Ég er tilbúinn að veita nánari upplýsingar ef þess er óskað, frosti@nmi.is  eða 861 5032.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.