Sóknarbraut í Vestmannaeyjum

25.Ágúst'08 | 07:42

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Námskeiðið er 36 kennslustundir sem skiptast í 9 hluta.

Markmiðið er að veita þátttakendum hagnýta menntun og stuðning sem hvetur þá til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem eru til staðar.  Menntunin fer fram á fræðilegum og faglegum grunni og á námstímanum vinna þátttakendur að ákveðnu verkefni sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd.

Námskeiðslýsing og dagskrá
Tilgangur námskeiðsins er að brúa bilið á milli hugmyndar og markvissrar framkvæmdar með því að leiðbeina og þjálfa þátttakendur í því að takast á við frumkvöðlastarf, stjórnun og rekstur fyrirtækis.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, þjálfun, viðtölum og verkefnum sem tengjast þeirri hugmynd sem hver einstaklingur vinnur að hverju sinni.

Meðal verkefna sem unnin verða eru viðskiptaáætlun, kynning á viðskiptahugmynd, skipulagning kynningarbæklings og heimasíðu.

Þátttakendur
Námskeiðið Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki.  Sóknarfæri er opið jafnt körlum sem konum og ekki er gerð krafa um sérstaka undirbúningsmenntun. Hver þátttakandi vinnur að ákveðinni viðskiptahugmynd undir handleiðslu verkefnisstjóra og kennara meðan á námskeiðinu stendur.
Námstími og verð

Kennslan fer fram með fyrirlestrum og verkefnum í kennslutímum. Námskeiði er 36 klukkustundir sem dreifast á 9 skipti. Kennt er í 4 tíma í senn aðra hverja  viku. Náminu lýkur með kynningu nemenda á verkefnum sínum.

Námskeiðið kostar 35.000 kr. og eru öll námskeiðsgögn innifalin.

Umsækjendum er bent á að kanna möguleika á styrk frá viðkomandi stéttarfélagi.

Umsóknir
Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.  Umsóknarfrestur fyrir Sóknarbraut á Ísafirði er til 25. ágúst 2008 og til 1. september 2008 fyrir Sóknarbraut í Vestmannaeyjum.   

 Umsóknareyðublöð fyrir námskeiðið Sóknarbraut í Vestmannaeyjum má nálgast hér.

Bækling um Sóknarbrautina má sjá hér

Frekari upplýsingar veitir Frosti Gíslason, verkefnastjóri Impru frosti@nmi.is, sími: 481-3355

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.