Kindin Kótiletta heldur að hún sé hundur

20.Ágúst'08 | 09:11

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vanti einhvern lamb til að leika sér við er kindin Kótiletta örugglega til í tuskið. Kótiletta býr í Vestmannaeyjum og nartar í gras og hríslur í garðinum hjá Önnu Svölu Johnsen og Guðjóni Jónssyni.

Hvernig skyldi það hafa komið til að hjónin eignuðust gælukind? „Jú, í sumar var skákfélagið með fjölskyldudag uppi í Heimakletti. Þegar fólk var á leiðinni niður aftur sást svart lamb sem fólk hélt fyrst að væri steinn," segir Anna Svala. „Það var engin mamma nálægt og lambið var fótbrotið, framfóturinn fyrir neðan liðinn dinglaði úr skinninu. Lambið var tekið heim því enginn vissi hver ætti það. Svo datt fólki í hug að við gætum haft það hjá okkur því við höfum oft verið með heimalninga hérna."

Það varð litla greyinu til happs að lenda hjá svona miklum dýravinum. „Við tókum lambið að okkur og það er búið að vera hérna síðan," segir Guðjón. „Við fengum skurðlækninn á spítalanum til að gifsa fótinn. Svo kom dýralæknirinn seinna og leit á hana. Þá var brotið gróið en liðurinn er skemmdur þannig að hún verður alltaf hölt og bækluð. Hún er nú samt hress að öðru leyti. Við konan erum dýravinir, eigum einn hund og svo hafa þrír aðrir hundar verið hérna í pössun. "

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).