Kindin Kótiletta heldur að hún sé hundur

20.Ágúst'08 | 09:11

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vanti einhvern lamb til að leika sér við er kindin Kótiletta örugglega til í tuskið. Kótiletta býr í Vestmannaeyjum og nartar í gras og hríslur í garðinum hjá Önnu Svölu Johnsen og Guðjóni Jónssyni.

Hvernig skyldi það hafa komið til að hjónin eignuðust gælukind? „Jú, í sumar var skákfélagið með fjölskyldudag uppi í Heimakletti. Þegar fólk var á leiðinni niður aftur sást svart lamb sem fólk hélt fyrst að væri steinn," segir Anna Svala. „Það var engin mamma nálægt og lambið var fótbrotið, framfóturinn fyrir neðan liðinn dinglaði úr skinninu. Lambið var tekið heim því enginn vissi hver ætti það. Svo datt fólki í hug að við gætum haft það hjá okkur því við höfum oft verið með heimalninga hérna."

Það varð litla greyinu til happs að lenda hjá svona miklum dýravinum. „Við tókum lambið að okkur og það er búið að vera hérna síðan," segir Guðjón. „Við fengum skurðlækninn á spítalanum til að gifsa fótinn. Svo kom dýralæknirinn seinna og leit á hana. Þá var brotið gróið en liðurinn er skemmdur þannig að hún verður alltaf hölt og bækluð. Hún er nú samt hress að öðru leyti. Við konan erum dýravinir, eigum einn hund og svo hafa þrír aðrir hundar verið hérna í pössun. "

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.