Milliþing SUS í Vestmannaeyjum 19.-21. september 2008

19.Ágúst'08 | 08:42

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Þann 19.-21.september næstkomandi fer fram svokallað milliþing SUS í Vestmannaeyjum og má búast við miklum fjölda gesta til eyja af þessu tilefni. Ungir Sjálfstæðismenn héldu síðast þing í eyjum 1999 og nú á að endurtaka leikinn.

Nýtum tækifærið í Eyjum

Ungir sjálfstæðismenn eru langstærsta og öflugasta stjórnmálahreyfing ungs fólks á Íslandi. Í gegnum árin hafa ótrúlega margar góðar hugmyndir kviknað í SUS sem svo hafa orðið að veruleika. Styrkur SUS felst í því að hjá okkur ræður hugsjónin um frelsi einstaklinganna ríkjum og út frá þeim upphafspunkti getum við myndað afstöðu til málanna.

Í haust stefnum við SUS-urum til Eyja á milliþing sem ber yfirskriftina: Nýtum tækifærið. Í Eyjum ætlum við að kynna hugmyndir um þau mál sem við viljum að sett séu á oddinn hjá sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn. Með því að setja fram hugmyndir okkar á skýran og lifandi hátt getum við haft mikil áhrif.

En milliþingið í Eyjum snýst auðvitað ekki síður um að hitta skemmtilegt fólk og styrkja vinaböndin. Við bjóðum því upp á frábæra dagskrá, mikla skemmtun, skemmtileg námskeið og ógleymanlega viðburði. Það verður enginn svikinn af því að mæta til Eyjanna fögru í suðri á ógleymanlegt milliþing SUS.

www.sus.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.