Bankarnir tapa Vestmannaeyjum

17.Ágúst'08 | 10:15

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

„Þetta er fjárhæð sem er handan við mannlega skynjun. Það er erfitt fyrir leikmenn sem og aðra að skilja þessar stóru tölur," segir Ólafur Ísleifsson, lektor viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Fjármálaeftirlitið tók saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum á fyrri hluta ársins og bar þær saman við ársfjórðungana á undan. Áætlað er að tapið á þessu ári verði 24 milljarðar.

Meira en helmingi meira tap

„Þessar tölur endurspegla ástandið í efnahagslífinu. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa séð gjaldmiðilinn falla og verðbólguna aukast í sama mæli og hér," segir Ólafur.

Tuttugu og fjögurra milljarða króna tap samsvarar því að bankarnir hefðu keypt allar fasteignir í Hveragerði eða Vestmannaeyjum á einu bretti. Fyrir þessa upphæð gætu 107.889 fimm manna fjölskyldur farið í viku sólarlandafrí til Benidorm, eða tólfhundruð slíkar myndu kaupa nýjan Range Rover SC .

Til samanburðar nam tapið 7,8 milljörðum árið 2007 eða 16,2 milljörðum minna. Tapið hefur farið vaxandi allt þetta ár og var 0,5 prósent í lok 1. ársfjórðungs árið 2008 en á 2. ársfjórðungi var það orðið 1,1 prósent.

Aukin útlán lánastofnanna

Vanskil fyrirtækja hafa aukist meira en einstaklinga sem eru frekar lág miðað við árin fyrir 2006. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins minnir þó á að vanskilahlutföll nú séu svipuð og þau voru eftir 2. ársfjórðung 2005, þrátt fyrir þá aukningu sem hefur orðið í ár, eins og fram kemur á vef Fjármálaeftirlitsins.

Vanskil voru í sögulegu lágmarki árið 2007 svo þau hafa aukist nokkuð hratt á þessu ári. Útlánum lánastofnana hefur fjölgað mikið á síðustu misserum sem gæti skilað sér í auknum vanskilum þegar fram líða stundir. „Það veit náttúrulega enginn hvenær þessum erlendu hremmingum lýkur sem hafa að sjálfsögðu áhrif hér á landi. Þess vegna er vonlaust að segja til um hvort þessir greiðsluerfiðleikar halda áfram, en það verður að teljast líklegt. Menn þurfa á allri sinni seiglu og þrautseigju að halda til að komast í gegnum þetta," segir Ólafur.

Bankinn meðvitaður

Forstjóri Fjármálaeftirlitssins brýnir fyrir innlánastofnunum að fylgjast vel með útlánagæðum. Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi Kaupþings segir bankann vera meðvitaðan um aukningu vanskila en ekki sé ráðgert að bregðast sérstaklega við þessari spá. „Þetta er ekki sérstaklega stór upphæð.

Mál einstaklinga í vanskilum eru misjafnlega vaxin og það er sérstaklega tekið á þeim með þjónustufulltrúum bankanna í hvert skipti," segir hann.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.