Hugmyndin að gefa út sjóveikispá

14.Ágúst'08 | 10:40

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Læknadeild Háskóla Íslands, Landspítali Háskólasjúkrahús og Siglingastofnun Íslands standa um þessar mundir fyrir rannsókn á sjóveiki. Spurningalista er dreift til farþega á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi og þeir beðnir um að svara spurningum sem tengjast líðan þeirra meðan á sjóferðinni stendur.

Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss og dósent við læknadeild Háskóla Íslands, er umsjónarmaður rannsóknarinnar. Hlutverk Siglingastofnunar snýr að umsjón og dreifingu spurningalistanna í samvinnu við áhöfn Herjólfs auk þess sem stofnunin sinnir samhliða athugunum á hreyfingum Herjólfs og safnar upplýsingum um sjólag meðan á rannsókninni stendur.

Spurningalisti lagður fyrir farþega

„Að þessu sinni er verið að kanna sjóveikiupplifun farþega um borð í Herjólfi með því að leggja fyrir þá þrískiptan spurningalista," segir Hannes í samtali við Fiskifréttir.

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum í dag

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.