Við verðum að stíga varlega til jarðar varðandi fólksfjölda því að þetta getur hæglega snúist í höndunum á okkur

13.Ágúst'08 | 10:27
Nýverið lauk einni stærstu Þjóðhátíð sögunnar og er það mál manna að hún hafi tekist með miklum ágætum og gestir Þjóðhátíðar hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Eyjar.net sendi nokkrar spurningar á Tryggva Má Sæmundsson og spurðum hann út í nýliðna Þjóðhátíð og hvernig Þjóðhátíðarnefnd sér þróun Þjóðhátíðarinnar fyrir sér.

Nýlega lauk einni stærstu þjóðhátíð frá upphafi, hverju þakkar þú þessum fjölda Þjóðhátíðargesta sem völdu þjóðhátíðina fram yfir aðrar hátíðir?
Undanfarin ár höfum við verið að bæta í varðandi dagskrána og við höfum verið með áherslu breytingar t.d með laugardagstónleikunum og svo er Bubbi orðinn fastur póstur á sunnudagskvöldinu. Páll Óskar laðaði einnig að, og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn á hátíðinni í ár.
Einnig held ég að unga fólkið sem að var úthýst annarstaðar á landinu í fyrra hafi í auknum mæli komið til okkar í ár og ekkert undan því að kvarta.
 
Miðað við núverandi samgöngu þá verða þjóðhátíðir ekki stærri næstu 2-3 árin en eftir það opnast ný samgöngubót og þá kemur upp nýtt umhverfi varðandi flutning þjóðhátíðargesta til eyja. Telurðu að Þjóðhátíðin breytist í kjölfarið á þessum breytingum og heldur þú að Dalurinn rúmi fleiri tjaldgesti en voru í ár?
Þetta eru spurningar sem við verðum að fara að leita svara við. Þá er ég að tala um Vestmannaeyjabæ, ÍBV og allir bæjarbúar hreinlega. Bærinn hefur sett á laggirnar stýrihóp til þess að fara ofaní þessi mál og vænti ég þess að sú vinna skili af sér svör við a.m.k einhverjum af þeim spurningum varðandi framtíð þjóðhátíðarinnar.

Við verðum að stíga varlega til jarðar varðandi fólksfjölda því að þetta getur hæglega snúist í höndunum á okkur þegar byrjað verður að sigla í Bakkafjöru. Það verður að tryggja að þetta verði áfram hátíð okkar Eyjamanna og það er þá okkar að stjórna því að ekki verði of fjölmennt hér á eyjunni. Ég lít á það sem ánægjulegt vandamál fyrir okkur.
 
Dagskrá Þjóðhátíðar var glæsileg að vanda og greinilegt að hvergi var til sparað. Sérðu einhverja dagskrá liði sem þarf að þróa og breyta frá því sem er í dag?
Dagskráin er sífellt í mótun og í endurskoðun. Við erum opnir fyrir öllu og það eru jú alltaf einhverjir að gauka að okkur hugmyndum. 
 
Í ár voru gestir þjóðhátíðar til fyrimyndar og lögreglan þurfti lítið að nota fangageymslur sínar og fíkniefnamál voru ekki mörg og stór. Hvað þakkarðu þessari breyting sem orðið hefur síðustu ár t.d. varðandi fíkniefnamál á Þjóðhátíðinni?
Það sem ber fyrst og fremst að þakka er gífurlega öflugt eftirlit lögreglu og þá staðreynd að erfiðara er að koma fíkniefnum hingað til Eyja heldur en á aðra staði á landinu.
 
Nýverið var sett á laggirnar vinnuhópur vegna þjóðhátíðarinnar með aðkomu þjóðhátíðarnefndar, Vestmannaeyjabæjar og utanaðkomandi. Eru einhver sérstök mál sem að fulltrúar Þjóðhátíðarnefndar ætla að leggja áherslu á í þessum starfshóp?

 Það á að ræða allt sem tengist þjóðhátíðinni í þessum starfshóp. Vonandi fáum við svör við sem flestum spurningum varðandi hátíðina eftir þessa vinnu.
 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.