Tryggi töfra þjóðhátíðar

12.Ágúst'08 | 07:44
Bæjarráð Vestmannaeyja ætlar nýjum stýrihópi að tryggja að „töfrar þjóðhátíðar tapist aldrei og hún haldi áfram að vera Eyjamönnum öllum til sóma", eins og segir í samþykkt bæjarráðs sem telur að vegna breytinga á samgöngum á sjó með tilkomu Land-Eyjahafnar sé sem aldrei fyrr þörf á að marka þjóðhátíðinni stefnu.

„Áætla má að sú siglingaleið geti flutt allt að 5.000 manns á sólarhring samanborið við um 1.800 manns á núverandi siglingaleið," bendir bæjarráðið á sem ætlar stýrihópnum meðal annars að móta uppbyggingu á hátíðarsvæðinu, áherslur í markaðssetningu og öryggismál.

 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is