Þrjár líkamsárásir kærðar eftir Þjóðhátíðina

11.Ágúst'08 | 14:57

Lögreglan,

Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikill erill hjá lögreglu þessa fyrstu viku eftir Þjóðhátíð, enda hefð fyrir því hér í bæ að fólk taki sér sumarfrí í ágúst. 

Lögreglan hefur þó haft nóg að gera við að svara fyrirspurnum gesta Þjóðhátíðar sem hringt hafa á lögreglustöðina til að kanna með ýmsa muni sem það tapaði á meðan á dvöl þeirra stóð í Eyjum.  Hins vegar eru óskilamunir með minnsta móti þetta árið, hver sem skýringin er á því.

Þrjár kærur vegna  líkamsárása, sem áttu sér stað á Þjóðhátíðinni, voru lagðar fram í vikunni, en í öllum tilvikum var um kjálkabrot að ræða. 

Í einu tilvikinu er um að ræða árás þar sem maður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst sl. Ekki liggur fyrir hver var að verki en grunur beinist að ákveðnum einstaklingi. 

Í öðru tilvikinu var ekki vitað að um kjálkabrot var um að ræða fyrr en sl. þriðjudag þegar niðurstaða læknisrannsóknar lág fyrir. Í því tilviki var ráðist á mann fyrir utan sjoppurnar aðfaranótt 3. ágúst sl. og náði hann að komast undan árásarmönnumum með því að flyja inn í eina sjoppuna.  Lögreglan biður þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna gætu hafa verið að verki um að hafa samband við lögreglu.

Varðandi þriðja tilvikið hefur lögreglan þegar auglýst eftir vitnum, og er sú auglýsingin hér með ítrekuð, en um er að ræða árás sem átti sér stað í brekkunni skömmu áður en brekkusöngnum lauk þar sem var ráðist á mann sem var klæddur í gyltar leggingsbuxur, svarta hermannaklossa, bleikt ballerínupils, bleikan bol og með bleika loðhúfu á höfði. 

Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um áðurnefnd atvik eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 481 1665.

Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um að vera undir áhrifum áfengis við aksturinn. Er þetta 18. stútur ársins á móti 10 á sama tíma í fyrra og 11 árið þar á undan.  Það verður að segjast eins og er að lögreglan lítur það alvarlegum augum að þetta mikil fjölgun skuli vera á milli ára í þessum málaflokki. 

 

 

 

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-