Lundafréttir

7.Ágúst'08 | 20:02

Georg Arnarson

Það er mjög undarlegt að lesa stöðugar frásagnir í fjölmiðlunum um mikinn pysjudauða og hrun í lundastofnum, og ég velti því fyrir mér, hvort að hér sé í gangi einhvers konar gúrkutíð, því mikið af þessum fréttum virkar á mig eins og einhverskonar æsifréttamennska.

Ég fór í lunda á þriðjudaginn suður í Kervíkurfjall, veiddi 120 lunda, mest ungfugl, og er það ánægjulegt, því eins og allir vanir veiðimenn vita, þá annaðhvort fjölgar ungfuglinum þegar líður á veiðitímann eða einfaldlega, það veiðist ekki neitt, en stofninn er sterkur fyrir því. Ég sagði frá því fyrir nokkru, að ég hefði rekist á nokkrar dauðar pysjur úti í Miðklett. Sömuleiðis hef ég heyrt fréttir af einhverjum pysjudauða frá sumum veiðifélögunum, en sumar sögurnar eru reyndar þannig að fjöldinn fer eftir því hver talar. Ég er núna búinn að ganga 5 fjöll og er staðan þessi:

Í Miðklettinum fann ég 14 dauðar lundapysjur, en það vakti athygli mína, að flesta voru þær í nágrenni við þar sem 3 máfshreiður eru. Í Heimakletti hef ég ekki ennþá fundið dauða lundapysju. Í Kervíkurfjalli er engin dauð lundapysja, sama gildir um Litlahöfða og eftir að hafa gengið Sæfellið í gær, þá fann ég eina dauða lundapysju, en það vakti athygli mína, að rétt hjá henni rakst ég á fyrstu kanínuna sem ég hef séð þarna í 3 ár og er ljóst að kanínan er ansi seig að bjarga sér, þrátt fyrir að margir hafi verið að eltast við hana þarna síðustu 3 árin.

Ég heyrði sögu í gær um pysjudauðann í Stórhöfða, sem vakti athygli mína. Áhugamaður um lundann fór og skoðaði svæðið þar sem fuglafræðingarnir hafa verið að fylgjast með og rannsaka og fannst nokkuð af dauðum pysjum þar. Það vakti hinsvegar athygli hans, að þegar hann gekk yfir í næstu brekku, þar sem engir fuglafræðingar hafa verið að störfum, þar var engin dauð lundapysja. Ég efast ekki um það, að verði lundinn fyrir mikilli truflun, þá muni hann hugsanlega afrækja pysjuna sína, en vonandi er þetta ekki svo?

Örstutt samantekt að lokum. Samkvæmt þeim sögum sem ég hef heyrt og kannað, þá hafa fundist ca. 150 dauðar lundapysjur í Vestmannaeyjum (það fundust aðeins 4 dauðar í Elliðaey í fyrradag) samtals, en miðað við að varpholunýtingin sé um 70 %, þá eru það aðeins 150 af ca. 800-900 þús lundapysjum. Hver segir svo að hér sé mikill pysjudauði. Vonandi kemst þetta allt saman á legg.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).