Karlmaður í eyjum sýknaður af árás á eiginkonu og fósturdóttir

5.Ágúst'08 | 23:59

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gærdag karlmann í Vestmannaeyjum af árás á eiginkonu sína og fósturdóttir sem átti sér stað í júní á síðasta ári.
Viðkomandi maður var í upphafi ákærður fyrir að hafa í júlí á síðasta ári veist að eiginkonu sinni, slegið hana í andlitið og hrint henni í gólfið og sparkað í hana. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hrinda fósturdóttur sinni í gólfið og sparka í hana.

Í niðurstöðu dómsins má lesa að ljóst sé að rifrildi hafi átt sér stað milli ákærða og eiginkonunnar sem lauk með því að eiginkonan fékk högg á vinstri vanga. Þegar dómurinn er lesinn má sjá að framburður beggja hefur breyst mikið í veigamiklum atriðum og fyrir dómi segja þau að um óhappatilvik hafi verið að ræða.

Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.