Í haldi fyrir að hafa kveikt í tjöldum í Eyjum

5.Ágúst'08 | 12:50
Maður situr í fangelsi í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa kveikt í tjöldum þjóðhátíðargesta í Herjólfsdal í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti í fjölda tjalda á svæðinu í gærkvöldi og reykurinn var svo mikill að fólk átti erfitt um andardrátt. Enn er haldið uppi loftbrú milli lands og Eyja til að koma ferðalöngum til meginlandsins.

Ekki komust allir til síns heima í gær frá Vestmannaeyjum. Um eitt þúsund manns voru í Herjólfsdal í nótt. Upp úr klukkan 11 í gærkvöldi var farið að loga í tjöldum í dalnum. Hvítur reykur liðaðist um dalinn í logninu og átti fólk erfitt með andardrátt.

Maður gekk um og bar eld að tjöldum sem höfðu verið skilin eftir og einnig þar sem eigendur höfðu brugðið sér frá. Lögregla og slökkvilið var kallað út og var búið að slökkva eldinn í tjöldunum upp úr klukkan 2 í nótt. Vakt var í Herjólfsdal í alla nótt.

Þrátt fyrir loftbrú milli lands og Eyja í gær tókst ekki að koma öllum upp á land. Herjólfur fór með um 500 manns frá Eyjum í morgun og Flugfélag Vestmannaeyja heldur uppi flugi í allan dag upp á Bakka. Flugfélag Íslands fer 4 til 5 ferðir frá Eyjum í dag.

Tveir sátu í fangageymslu lögreglu í nótt, einn fyrir íkveikjur og annar fyrir ölvun og óspektir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.