Frábær Þjóðhátíð að baki

5.Ágúst'08 | 15:12
Þegar labbað er niður í bæ eða tekinn rúntur um eyjuna má sjá og finna að ákveðin þreyta umleikur Vestmannaeyjabæ og allt ennþá í fyrsta gír eftir frábæra Þjóðhátíð.
Að baki er ein stærsta Þjóðhátíð sem haldin hefur verið og er ekki hægt að segja annað en að Þjóðhátíðin hafi farið vel fram. Það unga fólk sem heimsótti hátíðina heim í ár var að langstærstum hluta til fyrirmyndar og má segja að 99% gesta hátíðarinnar hafi komið til að skemmta sér í eyjum. Á laugardagsmorgun voru fjórir sem gistu fangageymslur og er það lítið hlutfall miðað við það að yfir 10.000 hafi verið á Þjóðhátíðinni. Greinilegt er á öllum þeim sem hafa þjónustað þá aðkomugesti sem komu til eyja að langflestir voru til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Vonandi verður eins að ári á Þjóðhátíðinni 2009.

Vel gengur að flytja Þjóðhátíðargesti heim til sín og í gær var slegið met á flugvellinum hvað lendingar og brottför varðar. Samtals hafa Flugfélag Íslands og Flugfélag Vestmannaeyja náð að flytja um 3000 farþega milli lands og eyja á tveimur dögum.

Myndir af laugardeginum og sunnudeginum á Þjóðhátíðinni má sjá hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.