Þrír menn á plasthorni sigldu frá Þorlákshöfn til Eyja

4.Ágúst'08 | 12:01

horn

Það var rétt eftir brekkusönginn í gærkvöldi að félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja fengu útkall að bátur væri í vanda staddur fyrir utan Eyðið.

Einungis fjórum mínútum eftir að útkallið barst var björgunarbáturinn Þór farinn frá bryggju. Sem betur var ekki um bráða hættu að ræða heldur voru það þrír ´´ofurhugar´´ sem sigldu frá Þorlákshöfn til eyja á plasthorni. Drengirnir voru illa búnir til sjófararinnar, einn var í björgunarvesti og eitt lítið ljós var á bátnum. Þeir óskuðu eftir aðstoð til að komast inn til hafnar og fylgdi Þór þeim þangað.

Eitt er víst að gaman er á Þjóðhátíð en ferð þessara ´´ofurhuga´´ er til marks um það hvað sumir geta gleymt skynsemi sinni þegar þráin í Þjóðhátíðina er annars vegar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.