Um viðurnefni, uppnefni og einelti

3.Ágúst'08 | 10:28

Georg Arnarson

Eða bara skítkast, eins og ég kalla það oft og tíðum. Þar sem ég hef verið mikið uppi í fjöllum að undanförnu og kannski ekki mikið fylgst með umræðunni hér í bæ, þá hefur það vakið athygli mína hörð gagnrýni á bók Sigurgeirs Jónssonar, sem hann kallar Viðurnefni í Vestmannaeyjum.

Ég verð að viðurkenna alveg eins og er, að ég hef aldrei haft neina ánægju af því að uppnefna eða kalla fólk einhverjum öðrum nöfnum, heldur en það er skýrt. Mér hefur þó fundist ágætt, til að valda ekki misskilningi og rugla saman fólki, að kalla það eftir t.d. fjölskyldum, ættum, við hvað það starfar eða eftir því hvað heimili þeirra heitir. Sjálfur hef ég fengið mörg nöfn á mig um ævina og hef svo sem ekkert velt þessu mjög mikið fyrir mér og ætla alveg örugglega ekki að kaupa eða lesa þessa bók Sigurgeirs (mér skilst reyndar að það sé búið að taka bókina úr sölu), en til mín hringdi manneskja áðan, sem hafði frétt af nokkrum nöfnum í bókinni, m.a. er mér sagt að ég sé nafngreindur í bókinni og það nafni sem að ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt og leyfi mér því að flokka það sem einfaldlega skítkast í minn garð. Sama skilst mér að gildi um nokkra af ættingjum mínum hér í bæ og þykir mér það bara dapurt og fyrst og fremst Sigurgeiri ekki til framdráttar, en tek það fram, að margt af því efni sem hann hefur gefið út og tengist sögu Vestmannaeyja, er mjög vel unnið í alla staði, en þarna held ég að Sigurgeir hafi skotið langt yfir markið. Því skora ég hér með á Sigurgeir að beita sér fyrir því að þessi bók hans verði einfaldlega tekin úr umferð og bara svo ég taki lítið dæmi sem mér var sagt, þá skilst mér að eldri kona á elliheimilinu í eyjum hafi fengið í gegnum þessa bók Sigurgeirs, nafn á látnum eiginmanni sínum, sem henni sárnaði það mikið að hún brotnaði gjörsamlega niður.

Ég er nokkuð sáttur við afsökunarbeiðni Sigurgeirs inni á eyjar.net og þó að þessar nafngiftir í sjálfu sér eigi fyrst og fremst að vera græskulaust gaman, þá er alveg ljóst að fullt af fólki hefur tekið þessu mjög illa og heyrði ég t.d. af manni í gær, sem er alvarlega að hugleiða það að kæra mjög rætnar nafngiftir, sem koma þarna fram um hans fjölskyldu. Í sjálfu sér þá hefði ég haldið það, að ef Sigurgeir hefði haft áhuga á því, að gera þessa bók fyrst og fremst um viðurnefni, þá hefði hann að sjálfsögðu getað rætt við það fólk, sem nefnt er í bókinni og kannað það, hvort og þá hversu mikið særandi sumar nafngiftirnar eru og þannig kannski vinsað úr það allra versta, en það hefði að sjálfsögðu kostað mikla vinnu, en við vitum öll, hversu sterk umræðan í þjóðfélaginu um einelti er og því miður er og verður alltaf til fólk, sem er tilbúið að uppnefna annað fólk. Mikið af því er að sjálfsögðu sagt í góðu, en því miður þá læðist alltaf með skítkast.

http://georg.blog.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.