Fólskuleg líkamsárás á Þjóðhátíð

2.Ágúst'08 | 17:05
Karlmaður um tvítugt varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Vestmannaeyjum um hálftvö leytið í nótt. Maðurinn sagðist í samtali við Vísi hafa verið að dansa við stóra sviðið þegar þrír menn hafi komið að honum. Hann hafi verið tekinn kverkataki og snúinn niður.

Árásarþolinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, sagði að mennirnir hefðu sagst vera lögreglumenn. Hann hafi hins vegar séð að þeir væru undir áhrifum fíkniefna og því vitað að þeir væru að villa á sér heimildir.

„Ég var skallaður og dreginn á bak við skúr þar sem þeir kýldu mig í andlitið og í magann," segir maðurinn í samtali við Vísi. Hann segir að mennirnir hafi tekið af sér veski með flugmiða, 35 þúsund krónum, debetkorti og fleiru. Hann hafi rifið sig lausan og reynt að hlaupa í burtu en þá hafi hann dottið og mennirnir náð honum aftur. Við það hafi þeir ógnað honum með hnífi og hótað að drepa hann.

Maðurinn segir að fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni en enginn þorað að bregðast við. Hann segir jafnframt að næg gæsla sé á Þjóðhátíð en því miður hafi enginn gæslumaður verið nálægur þegar árásin varð.

Maðurinn segist vera bólginn og sár í andliti. Hann sitji jafnframt eftir slippur og snauður. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég er bara allslaus hérna," sagði maðurinn í samtali við Vísi. Hann gerir þó ráð fyrir að vera áfram í Eyjum.

Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir að árásarþolinn hafi gefið skýrslu vegna árásarinnar.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is