Þjóðhátíðin sett í dag klukkan 14:30

1.Ágúst'08 | 09:16
Það er blíðskaparveður í Vestmannaeyjum og eru flugfélögin byrjuð að flytja þjóðhátíðargesti milli lands og eyja.
Flugfélag Vestmannaeyja flytur á milli 800 - 900 í dag frá Bakka og Flugfélag Íslands flytur 500 farþega. Herjólfur hefur siglt þrjár ferðir á sólarhring síðustu dagana og eru allar ferðir fullar af farþegum.

Þjóðhátíðin verður sett í dag og er það Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona sem flytur hátíðarræðu Þjóðhátíðarinnar í ár.

Eyjar.net munu flytja fréttir úr dalnum og myndasöfn verða sett inn eins fljótt og auðið er.
Í dag settum við í myndasafn eyjar.net myndir frá því þegar eyjamenn tjölduðu Þjóðhátíðartjöldunum. Á miðvikudaginn var svæðið merkt og gestir fengu að velja sér stæði. Í gær voru svo súlurnar settar upp og í dag munu eyjamenn flytja búslóðir og vistir í Herjólfsdal til að gera allt klárt.

Í myndasafninu eru einnig myndir af því þegar Myllan og Vitinn voru vígð við hátíðarlega athöfn í gærkvöldi. Mikið fjölmenni var fylgdist með víxlunum en mikill hátíðleiki var yfir Myllu mönnum þegar þeir vígðu sitt mannvirki en Myllan varð eldi að bráð í byrjun maí og þurfti að endurbyggja hana. VKB bræður tendruðu svo ljósin í Vitanum og var það mál manna í dalnum að Vitinn væri fallegasta mannvirkið í Herjólfsdal.

Myndir frá síðustu tveimur dögum má sjá hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.