Langflestir veiðimenn í Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja hafa gætt hófs í veiðum sínum

28.Júlí'08 | 07:46

Lundir lundar

Í gærkvöldi var samþykkt á fundi Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja að framlengja lundaveiðitímabilinu til 15.ágúst næstkomandi. Í byrjun sumars ákváðu veiðimenn að stytta tímabilið og ákveða svo í lok júlí með framhald veiða.

Nú hefur Bjargveiðifélagið ákveðið að bæta við um tveimur vikum við veiðarnar og hætta veiði 15.ágúst sem er samkvæmt öllu eðlileg dagsetning á lok lundaveiðitímabilið.

Ályktun Bjargveiðifélagsins hljóðar svo:

Fundur í Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja.
Efni fundarins:
Ákvörðum um framhald veiða á lunda eftir Þjóðhátíð

Í ljósi þess að langflestir veiðimenn í Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja hafa gætt hófs í veiðum sínum, auk þess sem útlit er fyrir að æti sé meira í sjónum umhverfis eyjarnar en undanfarin ár, þá telur Bjargveiðimannafélagið ekki ástæðu til annars en að framlengja lundaveiðitímabilinu til 15. ágúst næstkomandi.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%