Höllin - óskabarn Eyjamanna!!!

28.Júlí'08 | 07:41

Gísli Foster

Fréttablaðið Vaktin fjallaði um málefni Hallarinnar í útgáfunni á föstudag, þetta er náttúruelga en ein sorgarfréttin af þessu blessaða húsi. Það er alveg með ólkindum hvernig málefnum Hallarinnar er háttað - þetta er að verða svona eins og sagan endaluasa -spurning bara eftir hvern tónlisitn verður. Að hugsa sér að eftir öll þessi ár skuli ekki en vera búið að koma þessu mál á þann stall að um blessað húsið ríki friður og ró. Málið er náttúrulega orðið langt og strangt og yrði ég sennilegast fram að miðnætti að slá inn allt sem hægt er að segja um málið. En ætla að setja hérna niður nokkrar línur.

Í upphafi fóru menn offari og bæjarkerfið stóð ekki að málum sem skyldi, það hefur margoft komið fram en ég hef aldrei séð bæjarkerfið biðja okkur íbúana í nágrenninu afsökunnar á því, enda er það nú oft svoleiðis að gjörðir embættismanna eru óskeikular - ég hef ekkert á móti húsinu og fannst hugmyndin alveg frábær alveg frá upphafi. Held að megnið af Eyjamönnum hafi litist mjög vel á hugmyndina í upphafi en það táknar ekki að menn geti bara keyrt mál áfram án þess að það fari í réttan farveg - en það er allt búið og gert og varla hægt að leysa það héðan af - húsið er þarna, hvort sem fóki líkar betur eða verr, og hefur þjónað okkur ágætlega hingað til.

Hverfispöbbinn minn
Auðvitað eru ekki allir í nágrenninu sammála um ágæti Hallarinnar - þó svo að ég kalli þetta Hverfispöbbinn minn - en það er nú bara svo að ég er heldur ekki sáttur við margt annað í umhverfi mínu en ég missi ekki svefn útaf því öllu heldur tekst áfram á við hið daglega líf og reyni að gera gott úr því, svo mikið er víst að en sem komið er hefur Höllin fært okkur meiri gleði en ama og ég vona að svo verði um ókomin ár.
Þarna hafa verið haldnir margir viðburðir á þessu ári, hvort heldur sem er tónleikar, fermingarveislur, aðrar matarveislur eða dansleikir. Allt hefur þetta eftir minni bestu vitund farið einstaklega vel fram og ekki ollið neinun neinu tjóni, og þar afleiðandi varla miklum ama. Margir þessir viðburðir hafa verið sóttir yfir 10% bæjarbúa í hvert sinn og meira að segja allt að 15% bæjarbúa hafa sótt einn og sama atburðinn - hugsið ykkur - við verðum að eiga svona samastað.

Kvartanir síðustu misseri hafa aðallega verið útaf hávðamengun, ekki reyndar eins og það sé allt í botni þarna á hverju kvöldi, sem illa virðist hafa gengið að leysa og mér finnst nú reyndar eigendur Hallarinnar engan veginn hafa staðið sig í að leysa þau mál og ekki voru orðin í grein Vaktarinnar uppörvandi þ.e.a.s. að ekki væri búið að taka ákvörðun um framhaldið!  En ég neita að trúa því að eigendur Hallarinnar ætli að láta staðar numið við svo búið menn hljóta að ætla að klára þetta svo sómi verði af og þarna verði hægt að reka einhverja starfsemi áfram, til hvers að eiga þetta annars?...já eða eiga möguleika á að selja þetta.

Við leigutaka Hallarinnar er ekki að sakast vegna þessarar hávaðamengunar, ég er mest hissa á að menn leigi þetta undir þessum kringumstæðum, en menn eru greinilega stórhuga og hafa trú á að þetta komi til með að ganga upp.

Vilji Vestmannaeyjar láta taka sig alvarlega á grundvelli metnaðarfullrar ferðaþjónustu þá getur Höllinn orðið einn af hornsteinunum í því, en hún verður að uppfylla öll skilyrði. Hugsið ykkur ef allt gengur upp varðandi Bakkafjöru og fólk hættir að leggja fyrir sig hvernig á að komast til Eyja, þá vilja fyrirtæki koma hingað en frekar með árshátíðir og annað í þeim dúr og þá þurfum við að hafa svona stað sem er í lagi á alla kanta, svo einfallt er málið. Auðvitað er fleira sem spilar inn í eins og aukin og bætt gistiaðstaða en ég hef trú á að það komi enda Vestmannaeyjar að rífa sig upp. Mörg fyrirtæki í bænum hafa tekjur af Höllinni í gegnum hin og þessi verkefni. Í húsinu er nú líka staðsett Veisluþjónusta Einsa kalda sem er ungt og kröftugt fyrirtæki sem getur hjálpað til við að gera Eyjarnar fýsilegri fyrir túrista - og í kringum Höllina hefur fullt af fólki atvinnu, gleymum því ekki, en frumskilyrði búsetu á hverjum stað er atvinna.

Vona að menn leysi þetta hávaðamengunarmál sem fyrst og þar við sitji ....annað væri langavitleysa

Hvernig Vestmannaeyjum villt þú búa í í framtíðinni? Ég segi fyrir mig: Hverfispöbbinn lifi.

http://fosterinn.blog.is

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%