Einn gisti fangageymslur eftir að hafa ráðist að lögreglumönnum

28.Júlí'08 | 13:26

Lögreglan,

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku. Upp komu tvö fíkniefnamál en um var að ræða lítisháttar af Kannabisefni og var ætlað til eigin nota. Í öðru málinu var ökumaður bifreiðar kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Um helgina var aðili handtekinn og kærður fyrir að ráðast að lögreglumönnum en búið var að hafa afskipti af honum fyrr um nóttina. Hann fékk að gista fangageymslu og í skýrslutöku daginn eftir viðurkenndi hann að hafa verið undir áhrfum fíkniefna þegar hann réðst að lögreglumönnum.
Af umferðarmálum er það að segja að einn aðili var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. 6 voru kærðir fyrir að leggja ólöglega og 5 ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Illugagötu og Höfðavegs. Þá var tilkynnt að ekið hafi verið utan í bifreið sem var kyrrstæð á bifreiðarplani við sjúkrahúsið og tjónvaldur ekið í burtu án þess að tilkynna það. Um er að ræða ljósgráa fólksbifreið sem ekið var utaní. Ef einhver hefur upplýsingar um óhappið er hann beðinn að láta lögregluna vita.

Þjóðhátíð Vestmanannaeyja fer fram um næstu helgi. Eins og áður verður lögreglan í Vestmannaeyjum með öflugt eftirlit yfir hátíðina og á vegum hátíðarhaldara verða yfir 100 gæsluliðar að störfum. Fíkniefnaeftirlit verður stóreflt með öllum ferðaleiðum til eyjarinnar svo og á hátíðarsvæðinu sjálfu.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til foreldra að ræða við börn sín um þær hættur sem geta fylgt úthátíðum og hvetur hún foreldra ungmenna 17 ára og yngri að senda þau ekki eftirlitslaus á úthátiðir. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is