Þjóðhátíð, einstök upplifun

25.Júlí'08 | 16:42
Vaktin birtir í dag hugleiðingar "ritstjórans á bakinu" um verð aðgöngumiða á Þjóðhátíð. Þar kemur fram, að ritstjóranum þykir dýrt að skemmta sér í Dalnum. Fram kemur samanburður  verðs á almenna dansleiki annars vegar og Þjóðhátíð hins vegar.

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV Íþróttafélags þykir sá samanburður út í hött. Ef hins vegar samanburðar er þörf, má benda á að eitt stk. sumastúlkukeppni, sem haldin hefir verið undanfarin ár kostar frá kl. 20.00-24.00 5500 kr. þannig að tvær sumarstúlkukeppnir kosta 11.000 kr. sjónarmun dýrara en þriggja sólarhringa þjóðhátíð, með öllu, sem henni fylgir. Benda má einnig á að ÍBV greiðir á sjöundu milljón króna til ýmis konar öryggisgæslu á þjóðhátíð. Það býðst ekki annars staðar.

Hátíðin hefir sennileg aldrei verið vinsælli, en nú síðustu árin. Sú staðreynd bendir til að við séum á réttri leið. Þjóðhátíðarnefnd hefir lagt metnað sinn í að gera Þjóðhátíð Vestmannaeyja að metnaðarfyllstu útihátíð landsins, ég held að enginn dragi það í efa. Þetta er hátíðin, sem allt miðast við. Dagskrá hátíðarinnar er á heimasíðu ÍBV. Þar má sjá hve mikill metnaður er lagður í dagskrárgerð. Auðvitað eru ekki allir sammála um öll mannanna verk, sama hvað er. Þjóðhátíðin er fjölskylduskemmtun fyrst og fremst, þess vegna vildum við koma til móts við Vestmannaeyinga og sendum öllum unglingum á fermingaraldri aðgöngumiða að gjöf í vor, það mæltist mjög vel fyrir. Verðlagning er ávallt huglægt mat, miðað er við tilkostnað, gæði þjónustu og ýmislegt fleira.

Þjóðhátíð er einstök upplifun, aðsókn undanfarinna ára staðfestir þá fullyrðingu. Við njótun ekki opinberra styrkja, þvert á móti er það fullyrt af þar til bæru fólki, að meiri virðisauki skapist í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð heldur en um jól og áramót. Áhætta félagsins er mikil, en að sama skapi þess virði ef vel tekst til. Allir þjónustuaðilar hagnast. Ekki þarf að minna landsmenn á að allur hagnaður af þjóðhátíð fer óskiptur í uppbyggingu íþróttastarfs í Vestmannaeyjum. Það er skoðun Þjóðhátíðarnefndar, að nauðsynlegt sé að skýra afstöðu nefndarinnar gagnvart verðlagningu aðgöngumiða á þjóðhátíð., án þess að efna til frekari skoðanaskipta um málið.
Það er von okkar að sjá sem flesta á þjóðhátíð í Herjólfsdal um næstu helgi.

Gleðilega þjóðhátíð.
Þjóðhátíðarnefnd ÍBV Íþróttafélags.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.