Flytja lifandi humar til Spánar

24.Júlí'08 | 08:10

VSV vinnslustöðin

Vinnslustöðin hóf nýlega að veiða humar í gildrur en síðan er hann fluttur út lifandi. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert með þessum hætti hér á landi," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Settar hafa verið út 200 gildrur en um næstu helgi verður 500 til viðbótar slakað út. „Við höfum ákveðið að byrja bara smátt enda er best að gera lítil mistök frekar en stór og það er viðbúið að við gerum einhverjar skyssur til að byrja með. Heather Philips, sem er doktorsnemi í fiskifræðum, er að vinna að þessu með okkur en hún er að vinna doktorsverkefni í tengslum við þetta. Hún kemur frá Skotlandi þar sem mikil hefð er fyrir svona veiðum og hún er fyrsti doktorsneminn sem við höfum í vinnu," segir hann kankvís.

Hann segir að fyrsti farmur fari vonandi til Spánar í þessari viku. „Þetta er dýr vara og það er mikill markaður fyrir þetta, en þó er best að fara hægt í sakirnar svona til að byrja með."

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.