Engin þensla og engin þynnka

23.Júlí'08 | 07:40

VSV vinnslustöðin

„Við fengum enga þenslu á landsbyggðinni svo við fáum heldur enga timburmenn af henni," segir Þór Vilhjálmsson, starfsmannastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þorski og hækkun olíuverðs sem gert hefur mörgum útgerðum erfitt fyrir er Vinnslustöðin nú að auglýsa eftir fólki til vinnu.

„Okkur vantar fólk í snyrtingu," segir Þór. „Það er ekki alveg ákveðið hvað við tökum marga. Við auglýstum í Morgunblaðinu um helgina en það hefur enginn hringt svo atvinnuástandið er greinilega gott."

Hann segir að vissulega finni menn í Vinnslustöðinni fyrir niðurskurðinum eins og aðrir. „En við erum með kvóta fyrir aðrar tegundir en þorsk eins og ufsa, ýsu, karfa og svo erum við að klára humarvertíð. Þannig að það er bara nóg að gera."

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is