17% fækkun íbúa á 15 árum

23.Júlí'08 | 13:52

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Íbúum í Vestmannaeyjum fækkaði um rúm 17% á 15 árum (milli áranna 1991 og 2006). Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um byggðarlög sem búa við viðvarandi fólksfækkun. Íbúar í Vestmannaeyjabæ voru 4.040 í desember 2007 en þeim hefur fækkað um tæplega 900 frá 1991.

Eru yngstu aldurshóparnir mun fámennari enda hefur barneignum fækkað mikið. Í skýrslu Byggðastofnunar segir að Vestmannaeyjar séu fjölmennasta byggðarlagið á landinu sem glími við viðvarandi fólksfækkun.

Hagræðing í sjávarútvegi, einhæft atvinnulíf og takmarkaðar samgöngur hafa haft neikvæð áhrif á bæjarfélagið. Styrkleikarnir eru þó margir og má þar nefna öflugan sjávarútveg, samheldni íbúa og ríkt menningarlíf. Þá eru mörg tækifæri framundan til atvinnusköpunar. Ísfélagið og Vinnslustöðin, sem eru stærstu fyrirtækin í bæjarfélaginu, eru bæði að byggja frystigeymslur og landvinnslur, bærinn er að byggja knattspyrnuhús og útivistarsvæði og nýbúið er að klára leikskóla og endurbyggja barnaskólann.

Hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar felst í því að færa hluta starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar til bæjarins og fjölga flugferðum. Ný Bakkafjöruhöfn, sem á að vera tilbúin árið 2010, mun hafa mikla samgöngubót í för með sér og auka frelsi íbúa, að mati skýrsluhöfunda, auk þess sem hún mun auðvelda ferðamönnum aðkomu að eynni.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu síðustu ár, hvað varðar afþreyingu, veitingastaði og gistingu. Í skýrslunni kemur fram að vilji stjórnvalda til að bregðast við þeim vanda sem bæjarfélagið glími við sé mikill.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.