Forréttindi að veiða lundann

22.Júlí'08 | 07:58

Georg Arnarson

Georg Eiður Arnarson frá Vestmannaeyjum hefur veitt lunda í næstum því þrjátíu ár. „Mér finnst það vera mikil forréttindi að fá að veiða lundann, þetta hefur veitt mér mikla ánægju í öll þessi ár," segir hann. Georg sinnir einnig trillu­útgerð en segist njóta sín best með lundanum.

„Ég fór vestur að Dalsfjalli í norðankalda um daginn og náði í tæplega 160 lunda á þremur tímum," segir hann en tekur það fram að lundaveiðar séu ekki fyrir alla.

„Þetta er mikið puð. Það þarf að bera lundann fram og til baka frá veiðistaðnum," segir Georg. Hann segir unga fólkið ekki hafa mikinn áhuga á lundanum. „Fuglinn er lúsugur og manni verður mjög heitt við þetta og svitnar mikið."

Georg segir að það sé margt að læra ef stunda á lundaveiðar. „Það tók mig nokkur ár að læra þetta, það þarf að læra á fuglinn og mikið um vindáttir." Lundinn flýgur á móti vindi og því skiptir vindáttin öllu þegar háfurinn er mundaður.

„Það þarf líka að hugsa mikið um hvaða fugl er verið að veiða, það veiðir til dæmis enginn vanur maður sílafugla, þeir þurfa að sjálfsögðu að koma með æti. Það væri eins að kippa fótunum undan stofninum."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.