Lundafréttir

21.Júlí'08 | 11:04

Georg Arnarson

Það er búið að vera ágætis veiði síðustu 3 dagana hjá mér, en 3 daga þar á undan var nánast engin veiði. Veðurfar hefur verið mjög óhagstætt og sérstaklega er hægviðri og ríkjandi norðlægar áttir mjög erfiðar, en úr því á nú að rætast eftir helgi.

Ef einhver hefur áhuga á að sjá undirritaðan við veiðar og lundaburð, þá skal bent á myndir inni á www.eyjafrettir.is undir heitinu fjallaferð Óskars.

Í Fréttum á fimmtudaginn er grein eftir Egil Arngrímsson, undir heitinu Sjarminn dofnar. Þarna er Egill að senda bæjarstjórninni tóninn (sýnist mér) fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að banna frjálsar veiðar á heimalandinu og neyða menn til að stofna félag. Ég get tekið undir þessa grein hjá honum að mestu leyti, en langar þó að benda á hluti sem að ég veit ekki hvort að Egill gerir sér grein fyrir, eins og t.d. að varðandi veiðikort, þá eru þetta einfaldlega landslög sem hafa verið í gildi í nokkur ár, en því miður er ljóst að talsverður fjöldi manna hefur ekki sinnt því, og þarf því núna að kaupa sig inn á námskeið til þess að fá þetta leyfi. Þetta er einfaldlega trassaskapur og ég held að menn geti lítið annað en kennt sjálfum sér um.

Einnig gagnrýnir hann stofnun veiðifélags á Heimaey og að til þess að ganga í félagið, þurfi menn að borga eingreiðslu 20 þús. krónur. Það getur vel verið að einhverjum finnist þessu upphæð frekar há, en það skal tekið fram, að ákvörðunin um þessa upphæð var tekin áður en við vissum um hversu hátt gjald Vestmannaeyjabær færi fram á og er mér mikil ánægja af því að upplýsa það, að miðað við þann fjölda sem nú þegar hefur skráð sig, þá eigum við sennilega nú þegar inni á reikningi fyrir greiðslu næsta árs (ef fyrirkomulaginu verður ekki breytt). Mig langar líka að benda honum á, að í mörgum veiðifélögum í eyjum eru jafnvel dæmi um það, að sumir veiðimenn veiði jafnvel nokkur þúsund lunda á hverju sumri, en fái ekki nema rétt jafnvel í soðið út úr því sjálfir, því að félagið á alla veiðina. Þannig verður þetta ekki hjá okkur, en í þessum samanburði finnst mér 20 þús. krónur ekki vera hátt gjald, en ítreka það að enginn af okkur bað um þessar breytingar, en þær voru samþykktar af bæjarstjórninni með öllum greiddum atkvæðum og var engin á móti.

Meira seinna.

http://georg.blog.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%