Leiknir jafnaði úr víti á síðustu mínútu venjulegs leiktíma

17.Júlí'08 | 22:06

fótbolti

Í kvöld áttust við á Leiknisvelli í Breiðholti lið Leiknir og ÍBV en fyrir þennan leik var ÍBV í efsta sæti 1. deildar og Leiknir í því þriðja neðsta.

Leiknir byrjaði leikinn af krafti og voru hættulegri en ÍBV sat aftarlega á vellinum og má segja að Albert Sævarsson, markmaður ÍBV hafi verið maður leiksins.  Það var svo gegn gangi leiksins að Bjarni Rúnar Einarsson skoraði og kom ÍBV yfir í leiknum.

Í seinni hálfleik héldu eyjamenn sig aftarlega á vellinum en áttu nokkrar hættulega sóknir en það vantaði þetta extra til að klára færin. Það var svo á síðustu mínútu venjulegs leiktíma að Leiknismenn jöfnuði leikinn úr vítaspyrnu. Leikurinn í kvöld var ekki vel spilaður af leikmönnum ÍBV og eftir þennan leik fer Brasilíumaðurinn Italo Jorge Maciel heim og hefur hann spilað vel síðustu leiki og verður erfitt að fylla  það skarð sem hann skilur eftir á miðjunni.

Blaðamaður eyjar.net spjallaði aðeins við Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV og hafði Heimir Þetta meðal annars að segja:

Ertu sáttur við það að fá eitt stig úr þessum leik í kvöld?
,,Nei við eigum að vinna þetta Leiknislið en við áttum ekki skilið að vinna þennan leik í kvöld.

Nú var ÍBV liðið frekar aftarlega í leiknum, var það með ráðum gert?
,,Ég þekki orðið mitt lið og ég veit að eftir góðan leik þá eigum við yfirleitt ekki góðan leik og við ætluðum að fara rólega af stað og það virtist sem að menn gæfu sig ekki 100% í þetta í kvöld. Ég veit ekki hvernig aðrir sáu þetta en mér fannst við ekki leggja okkur 100% fram í þennan leik og ég var hræddur við það í upphafi og þess vegna byrjuðum við aftarlega í kvöld. Við reyndum svo að færa okkur framar á völlinn en það gekk bara ekki nógu vel.

Nú missum við einn byrjunarliðsmann í burtu eftir þennan leik og meiðsli og leikbönn hafa verið að hrjá liðið í sumar, hvernig er staðan á hópnum sem að eftir er?
,,Við vorum með alla sem eru að æfa hér í bænum í kvöld og hópurinn er mjög þunnur og ungu strákarnir sem komu inná í dag stóðu sig vel og hleyptu lífi í leikinn. Hópurinn er þunnur og í seinnihluti mótsins verður erfiðari fyrir vikið. Leikbönnin fara að telja miklu hraðar vegna þess að það bætast við fjórir leikir og engin breyting á spjaldareglunum. Við tókum eftir því í fyrra að í lokaumferðunum voru þetta tveir til fjórir leikmenn í banni.

Nú er seinnihluti mótsins að hefjast og við fáum eitt stig í kvöld, sérðu að við náum að halda okkar forustu út mótið og náum við að halda þetta út á þeim mannskap sem er til staðar?
,,Ég myndi hellst vilja bæta við einum til tveimur leikmönnum, ég veit að flest hin liðin eiga eftir að styrkja sig og sérstaklega liðin á höfuðborgarsvæðinu. Liðin eiga eftir að fá óánægða leikmenn úr úrvaldsdeildinni og ég er harður á því að þau bæta við sig leikmönnum. Við eigum að reyna að halda í og helst bæta við þá forristu sem við höfum í dag. Það hlýtur að vera okkar markmið að gera betur.

Eru einhverjir leikmenn á leiðinni sem búið er að ræða við?
,,Já, við erum búnir að tala við einhverja leikmenn en það er ekkert í hendi og væri kjánalegt að fara að nefna einhver nöfn að svo stöddu.  En við erum að skoða í kringum okkur og erum að vinna hratt í okkar málum en félagið á engan pening til að bæta mörgum við.

Nú hefur rætt um það að Bjarnólfur Lárusson hafi gefið samþykki fyrir því að leika með íBV ef að ÍBV nær að semja við KR, er eitthvað til í því?
,,Bjarnólfur er einn af þeim sem við höfum rætt við og vonandi gengur það eftir. Bjarnólfur yrði mikill styrkur fyrir liðið og myndi hjálpa mikið til í erfiðum leikjum eins og í kvöld.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.