Mun fleiri bókanir hjá Flugfélagi Íslands fyrir þjóðhátíðina en á sama tíma í fyrra

15.Júlí'08 | 14:14

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Það er greinilegt á öllu að Þjóðhátíðin 2008 verður aðal útihátíðin þetta sumar eins og undanfarin ár og mikið er bókað hjá ferðaþjónustu aðilum sem flytja fólk á þjóðhátíð.
Í samtali við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands sagði Árni að mun fleiri bókanir væru í ár en á sama tíma í fyrra. Í dag er búið að setja upp jafnmargar ferðir og farnar voru á síðasta ári og eru örfá sæti laus. T.d. á fimmtudagsmorgun fyrir þjóðhátíð er eingöngu laus einhver sæti í morgunvélina sem fer frá Reykjavík klukkan 09:25 en 4 vélar eru settar upp á fimmtudeginum. Á föstudeginum er Flugfélag Íslands með uppsettar sjö vélar en á mánudeginum eru áætlaðar 18 vélar frá Vestmannaeyjum. Hægt er að fá upplýsingar um laus sæti á www.flugfelag.is

Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi  mun skipið eru bókaðir 4514 einstaklingar til Vestmannaeyja frá mánudagsmorgni til síðustu ferðar á föstudeginum. Samtals fer skipið 12 ferðir á þessum dögum og er uppselt með öllu í 5 ferðir af þessum 12.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.