Stefnir í fjöruga þjóðhátíð

14.Júlí'08 | 13:03
Síðastliðinn föstudag var haldin blaðamannafundur í eyjum vegna komandi þjóðhátíðar og mættu fulltrúar nokkurra hljómsveita til Vestmannaeyja af því tilefni.
Haldið var í stutta bátsferð í Klettshelli þar sem Bjarni Ólafur Guðmundsson, kynnir þjóðhátíðar fór yfir dagskrá hátíðarinnar og helstu atriði varðandi þjóðhátíðina. Á blaðamannafundinn mættu Björn Jörundur úr Ný Dönsk, Jón Jósep úr Í svörtum fötum, Óttar Proppe úr Dr.Spock og Elva Ósk Ólafsdóttir, úr hljómsveitinni Heimilistónum en Elva verður einnig með hátíðarræðu þjóðhátíðarinnar í ár.

Eftir bátsferðina hélt hópurinn í sprönguna þar sem poppararnir sýndu skemmtilega takta og endað var svo í golfskálanum þar boðið var uppá mat sem að Einsi Kaldi eldaði. Greinilegt var á stemingunni í hópnum að það stefnir í fjöruga þjóðhátíð í ár eins og alltaf.

Myndir frá blaðamannafundinum má sjá hér

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.