Hrafn verpir í Surtsey í fyrsta sinn

14.Júlí'08 | 08:42

Surtsey

Hrafn verpti í fyrsta sinn í Surtsey í ár en leiðangursmenn á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem þar voru á ferð í síðustu viku, sáu þar hrafnahjón með þrjá fleyga unga. Höfðu fuglarnir gert sér laup í stóra gígnum á vestanverðri eynni, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar.

Fimm sérfræðingar NÍ fóru ásamt sérfræðingi frá Landbúnaðarháskóla Íslands í árlegan leiðangur til Surtseyjar dagana 7. til 10. þessa mánaðar. Með í för voru þrír kvikmyndagerðarmenn frá kanadíska ríkissjónvarpinu. Í eynni var landnám háplöntutegunda kannað og mosar og sveppir rannsakaðir. Plöntu-, dýra- og fuglalíf var einnig skoðað ofan í kjölinn.

Hrafnsvarpið vakti mesta athygli leiðangursmanna í eynni en fuglinn hefur ekki haft varp þar þó að laupar hafi fundist. Krummi er 14. fuglategundin og fimmti landfuglinn sem verpir í Surtsey.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.