Evrópumiðstöð kynnir starfsemi sína í Eyjum

14.Júlí'08 | 08:52

impra

Anna Lúðvíksdóttir sérfræðingur Evrópumiðstöðvar Impru á Nýsköpunarmiðstöð heimsótti starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum 10. júlí og fundaði með fulltrúum fyrirtækja, stofnana og háskóla í Eyjum.
Á fundinum kynnti Anna kynnti þau tækifæri sem felast í Evrópusamstarfi og þeirri þjónustu sem boðið er upp á hjá Evrópumiðstöðinni. Á fundinn mættu m.a. fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja, rannsóknarþjónustufyrirtækja, þekkingarseturs, háskóla og iðnaðarfyrirtækja í Vestmannaeyjum ásamt starfsmönnum NMÍ.

Farið var sérstaklega yfir verkefni á sviði tækniyfirfærslu, samvinnu, rannsókna og
styrkveitinga Evrópusambandsins. Ljóst er að fyrirtæki í fiskvinnslu og iðnaði í Vestmannaeyjum geta nýtt sér þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á margvíslegan hátt og unnið markvisst að því að auka samkeppnishæfni sína í alþjóðlegu umhverfi.

Tilkoma starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum styttir boðleiðir til aukins alþjóðlegs samstarfs í gegnum Evrópumiðstöð Impru en þess má geta að á starfsstöðinni í Vestmannaeyjum er svo kallað FabLab setur sem vinnur náið með öðrum sambærilegum setrum um allan heim, þar á meðal í Boston, Barcelona, Chicago, Amsterdam, Lyngen í Noregi og í Afganistan.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).