Bylgjan í beinni frá eyjum í allan dag

11.Júlí'08 | 09:22

Bylgjan

Í morgun klukkan 07:00 fór Í bítið í loftið frá Höllinni þar sem útvarpsmenn Bylgjunnar verða með aðsetur í dag við útsendingar.

Ívar Guðmunds tók svo við kl.9 og Siggi Ragg heldur áfram strax eftir hádegi. Við endum svo daginn með strákunum í Rvík síðdegis.

Á laugardögum eru það Hemmi Gunn og Svansí sem skemmta hlustendum auk þess að draga heppinn hlustanda upp úr potti Ævintýraeyju Olís, sem er frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar á www.olis.is

Við munum heimsækja alla landshluta og um helgina, dagana 11.-12.júlí, verðum við í  Vestmannaeyjum og verðum þar í góðu yfirlæti í Höllinni!! Það verður mikið um gleði í Vestmannaeyjum enda eyjaskeggjar ekki þekktir fyrir annað en gestrisni og gott viðmót. Það er stutt í þjóðhátið og sjálfsagt allt í fullum undirbúningi og verður gaman að heyra í fólkinu !

Umferðarstofa og Bylgjan í bílnum verða á staðnum og munu stöðva fyrirmyndar ökumann með Bylgju límmiða í afturrúðunni og verðlauna hann með glæsilegum vinning. Viljum við vekja athygli á heimasíðu umferðarstofu sem er www.us.is en þar er hægt að nálgast ýmsar nytsamlegar upplýsingar um umferðina, vegframkvæmdir, hjáleiðir og fleira í þeim dúr.

Haukur og Diljá frá Blaðberanum verða á staðnum og verða þau staðsett fyrir utan Krónuna Strandvegi 48 frá kl.11-16 á laugardaginn og afhenda hverjum sem vilja þessa bráðsniðugu tösku. Blaðberinn er sérhönnuð endurvinnslutaska sem hefur nú þegar verið dreift inná tæplega 30.000 heimili landsmanna. Taskan einfaldar landsmönnum að safna dagblaðapappír á einn stað og fer vel á hverju heimili.

Fréttatilkynning frá Bylgjunni

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).