ÍBV með 8 stiga forskot eftir góðan sigur á liði Selfoss

10.Júlí'08 | 22:36

fótbolti

Það var ljóst að búast mátti við fjörlegum leik þegar ÍBV, sem fyrir leikinn hafði 5 stiga forystu í efsta sæti 1. deildar, tóku á móti Selfyssingum sem verma annað sætið. Bæði lið þyrsti í sigur en það kom í hlut Eyjamanna að bæta forskot sitt með góðum 3 - 0 sigri.
Leikurinn byrjaði með miklum látum en liðin sóttu stíft á báða bóga og augljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. Það var svo strax á 8. mínútu að dómarinn dæmdi hendi á varnarmann Selfoss innan teigs, og víti því staðreynd. Það kom í hlut Bjarna Hólm Aðalsteinssonar, fyrirliða liðsins í fjarveru Matt Garner, að taka spyrnuna og skoraði hann örugglega framhjá markverði Selfoss. Það leið svo ekki á löngu að Eyjamenn bættu við öðru marki en þar var á ferðinni Andrew Mwesigwa, sem skallaði boltann í netið eftir góða hornspyrnu frá Italo. Stuttu síðar átti Augustine Nsumba þrumuskot á markið sem markvörður Selfoss þarf að hafa sig allan við að verja. ÍBV óð í færum síðari hluta fyrri hálfleiks en tókst samt sem áður ekki að bæta við fleiri mörkum svo liðin skildu 2 - 0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var heldur daufari en sá fyrri, en meira jafnræði var með liðunum. Það voru þó Eyjamenn sem náðu að auka forskot sitt enn frekar þegar Pétur Runólfsson setur boltann framhjá markverði Selfoss þegar hann fylgir eftir skoti. Eyjamenn urðu svo fyrir áfalli á 58. mínútu þegar Augustine Nsumba er borinn meiddur af leikvelli, en óvíst er á þessari stundu hversu alvarleg meiðsli hans eru. Anton Bjarnason kom inná í hans stað og átti hann góða spretti á kantinum. Það var þó lítið meira sem gerðist í þessum leik og 3 - 0 sigur ÍBV því staðreynd.

Það var gaman að sjá til strákanna í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að tvo lykilmenn vantaði í varnarlínuna, þá Matt Garner og Andra Ólafsson sem báðir eru meiddir, en þeir Kristinn Baldursson og Andrew Mwesigwa leistu stöður þeirra af stakri prýði.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Eyvar Ólafsson (Birkir Hlynsson), Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Andrew Mwesigwa, Kristinn Baldursson, Augustine Nsumba (Anton Bjarnason), Pétur Runólfsson, Italo Jorge Maciel, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Atli Heimisson (Gauti Þorvarðarson)

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).