Karl Haraldsson sigraði Icelandair Volcano Open

8.Júlí'08 | 13:45

golfklúbbur Vestmannaeyja

Um síðustu helgi léku 177 kylfingar á Icelandair Volcano Open golfmótinu í blíðskaparveðrið á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Mótið hefur síðustu ár notið mikilla vinsælda hjá kylfingum og var uppselt á mótið og komust færri að en vildu.

Mikil ánægja var meðal þáttakenda með mótið og fyrirkomið lag golfklúbbsins og strax að loknu lokahófi voru kylfingar byrjaðir að skrá sig á Icelandair Volcano Open 2009.

Arnsteinn Ingi Jóhannesson var ekki nema 35 cm frá því að fá frá Icelandair inneign upp á 50 utanlandsferðir en á 17.flöt var ekki nema 35 cm frá því að fara holu í höggi.

Úrslit voru eftirfarandi:
Flokkur forgjöf 0-14,4
1. sæti Karl Haraldsson GV
2. sæti Hlöðver Guðnason GKG
3. sæti Leifur Kristjánsson GR

Flokkur forgjöf 14,5 - 24
1. sæti Hinrik Kristjánsson GK
2. sæti Jón Georg Ragnarsson GB
3. Gunnar K Gunnarsson GV

Verðlaun fyrir besta skor mótsins fekk Karl Haraldsson GV 138 högg

Nándarverðlaun á seinni degi
2. flöt, Margrét Geirsdóttir 166 cm
7. flöt, Júlíus Hallgrímsson, 30 cm
12. flöt, Áslaug Sigurðardóttir, 6,52 cm
14. flöt Guðjón Hjörleifsson, 62 cm
17. flöt Arnsteinn Ingi Jóhannesson 35 cm

Auk þess var sérstakt kvennamót á seinni degi og þar voru úrslit:

1. sæti Anna Björk Birgisdóttir GR
2. sæti Margrét Geirsdóttir GR
3. sæti Karin Herta Hafsteinsdóttir GMS

Keppendur fengu glæsileg ferðaverðlaun frá Icelandair og auk þess var dregið úr skorkortum og þá voru m.a. gjafir frá Tæknivörum.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.