Stórkostlegur árangur 5.flokks karla á N1 mótinu

7.Júlí'08 | 08:33
5.flokkur karla náði frábærum árángri á N1 mótinu í knattspyrnu á Akureyri um helgina.  ÍBV komst í 8 liða úrslit í flokki A,B,C og í D liða.  A-liðið tapaði sínum leik gegn KR 2-1 en B,C og D liðin unnu sína leiki og léku því um sæti 1-4. 

Öll liðin töpuðu undanúrslitaleiknum.  B og C liðin í vítaspyrnukeppni en D liðið 3-1.  Því var lokastaðan í mótinu þannig:

A liðið. 7 sæti

B liðið 4 sæti

C liðið 4 sæti

D liðið 3 sæti

E liðið 22 sæti

Að auki var Elliði Ívarsson velinn besti markvörðurinn í flokki D-liða.

Það er afrek út af fyrir sig að félag frá svo fámennu bæjarfélagi skuli senda 5 lið til keppni í mót eins og þetta en strákarnir gerðu gott betur en að mæta og unnu eftirsóttasta bikarinn í mótinu en það er N1 bikarinn sem er fyrir besta samanlagða árangur allra liða.

Strákarnir stóðu sig ákaflega vel innan vallar sem utan og voru ÍBV og Vestmannaeyjum til sóma í alla staði.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.