Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

7.Júlí'08 | 16:04

Lögreglan,

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í vikunni sem leið enda töluverður fjöldi fólks í bænum í tengslum við Goslokahátíð.  Hátíðin fór að mestu leiti vel fram en eins og gerist og gengur var eitthvað um pústra en engar kærur liggja fyrir.  Þá þurfti lögreglan að aðstoða nokkra gesti hátíðarinnar til síns heima þar sem ganglimir létu ekki af stjórn.

Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann hafði verið ölvaður og með óspektir í Skvísusundi.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni, eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum. Hald var lagt á 80 gr. af ætluðu hassi sem maður um tvígugt var með meðferðis við komu Herjólfs til Eyja að kvöldi 3. júlí sl.

Þrjú eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið.  Að kvöldi 1. júlí sl. var tilkynnt um að þrír ungir drengir væru að gera sér það að leik að slá golfkúlur í klæðningu Íþróttahússins.  Rætt var við drengina og foreldra þeirra og lofuðu þeir að gera þetta ekki aftur.

Að kvöldi 3. júlí sl. var tilkynnt um skemmdir á vinnuvél sem stóð vestan við Týsheimilið en rúður í vélinni höfðu verið brotnar.  Sást til barna við vélina sem voru að kasta í rúðurnar en hins vegar er ekki vitað um hvaða börn voru þarna að leik.

Að morgni 5. júlí sl. var tilkynnt um rúðubrot í húsi slökkvistöðvarinnar og að sést hafi til manns sem braut rúðuna í reiðikast. 

Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.  Þá fengu fimm ökumenn sekt fyrir að hafa ekki öryggisbeltið spennt í akstri. Auk þess fékk einn sekt fyrir að vera með of marga farþega og einn aðili fékk sekt fyrir að fela manni akstur ökutækis án þess að sá hinn sami hefði ökuréttindi.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).