Kraftur í kringum Ísland ferðinni lýkur í dag

4.Júlí'08 | 05:52

Kraftur

Í dag milli 16:00 - 16:30 er gert ráð fyrir því að hópurinn sem siglt hefur í kringum Íslands á tveimur tuðrum sigli til hafnar í Vestmannaeyjum og leggi að bryggju við Skansinn. Hópurinn lagði af stað frá Reykjavík þann 17.júlí og lýkur ferð þeirra í dag. Ferðalagið hefur gengið vel en hér að neðan birtum við nýjasta blogg hópsins.

Höfn í Hornafirði Vestmannaeyjar
Það voru nokkrir hvíldardagar á Höfn og á Þriðjudagskvöldið 1. júlí var okkur boðið í mat á Hótel Höfn í boði hótelsins og fengum við frábæran mat þar Kjötsúpa í forrétt og Bleikja í aðalrétt og svo eplaköku í eftirrétt.
Takk kærlega fyrir okkur Hótel Höfn.
Þar borðuðu með okkur Ester og Þórhildur en þær eru í krabbameinsdeild suð-austurlands og áttum við skemmtilega kvöldstund með þeim.

Daginn eftir var kominn tími á okkur stelpurnar að fara heim, þar sem allt var upp-pantað í Herjólf í fimmtudags og föstudagsferðirnar og brunuðum við á trukknum um tvöleytið.
Við stoppuðum aðeins við í Jökulsárslóni og tókum nokkrar myndir en því miður var þoka og rigning.
Einnig kíktum við í kaffi hjá bróður hans Steina, honum Svenna og konunni hans henni Hafdísi, svo var stefnan tekin í Þorlákshöfn og vorum við vel tímalega fyrir næturferðuna með Herjólfi þannig að við rúntuðum svolítið um Hveragerði og Eyrabakka.
Það var ljúft að komast í kojuna í Herjólfi og steinsváfum við alla leiðina til eyja.
Ég verð að viðurkenna að það var svolítið skrýtið að vera komin heim aftur og fékk ég smá raunveruleikasjokk þegar ég opnaði hurðina á húsinu og áttaði mig á því að þessu ævintýri væri lokið.

Strákarnir eru búnir að vera í rólegheitum á Höfn og kíktu á jazz tónleika í gær og svo hafa þeir bara verið að taka því rólega og spila síðustu kvöld og hlaða batteríin fyrir lengsta legginn.

Þeir voru að leggja af stað um tólfleytið í kvöld og verða því komnir á morgun til eyja.
Verður formlega tekið á móti þeim um fjögur - hálf fimmleytið á morgun niðrá Skansi.

www.krafturikringumisland.com

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.