Fékk hnút í magann

4.Júlí'08 | 05:54

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

„ÉG dreif mig strax út í Eyjar og hef verið staðráðin í að takast á við þær tilfinningar sem fylgja því að húsið yrði grafið upp," segir Gerður Sigurðardóttir sem fyrir 35 árum flýði úr húsi fjölskyldunnar á Gerðisbraut 10 í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Guðna heitnum Ólafssyni, og þremur ungum sonum.

Gerður, sem nú býr í Reykjavík, segist hafa fengið hnút í magann þegar hringt var í hana í vikunni og henni sagt að húsið væri farið að gægjast upp úr gjóskunni.

Húsið er hluti af verkefninu Pompei norðursins, þar sem hús sem lentu undir gjósku eru grafin upp og eiga að verða hluti af gosminjasafni. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, aðalhvatamanns verkefnisins, verður hús Gerðar líklega allt grafið upp því það virðist vera í góðu ástandi.

Gerður segir það hafa verið mjög áhrifaríkt að koma að húsinu svo heillegu. „Við hjónin misstum nýbyggt húsið ofan af okkur og ungum börnum svo það vakna ýmsar tilfinningar á ný."

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.