Goslokamessa í Seljakirkju

3.Júlí'08 | 13:52

seljakirkja

Helgina 4. -  6. Júlí nk. verður þess minnst að 35 ár eru síðan gosi lauk í Heimaey. Mikil hátíðardagskrá verður í Eyjum alla helgina og verður mikið um dýrðir.

En eins og gengur hafa ekki allir tök á því að sækja eyjarnar heim og því hefur verið ákveðið í samstarfi við Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR)að vera með goslokamessu í Seljakirkju í Breiðholti að þessu tilefni sunnudaginn 6.júlí kl. 20.00. Verður eyjastemningin þar fyrirferðamikil og munu eyjapeyjarnir sr. Kristján Björnsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson,  og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari og nokkrir félagar úr sönghóp ÁtVR leiða sönginn ásamt Þorvaldi Halldórssyni sem mun leika undir.  Að lokinni messu verður létt spjall, kaffi og konfekt og notaleg stemning.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.