Frábært að Goslokanefnd hafi leitað til okkar af fyrra bragði um að hafa þessa samsýningu

3.Júlí'08 | 05:57
Á laugardaginn munu sex hönnuðir sem allir eru tengdir Vestmannaeyjum halda sýningu á hönnun sinni við opnun á Eldheimum nýju safnasvæði Vestmannaeyjabæjar. Selma Ragnarsdóttir er ein þeirra hönnuða sem taka þátt í sýningunni en Selma hefur að undanförnu unnið að fatamerkinu Starkiller sem selt er í Dead búðinni á laugarveg.

eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Selmu til þess að fræðast örlítið um þessa sýningu og hvað Selma er að vinna að þessa dagana.

Eruð þið þessir átta hönnuðir að vinna á ólíkum sviðum
hönnuðar eða verður eitt þema í ykkar sýningu?

Í raun er ekki neitt þema í sýningunni. Það vinnur hver út frá
sjálfri sér og svo erum við þó nokkrar með línu sem við höldum
okkur við en bætum kannski einhverjum sýningarflíkum (showpices) við
fyrir sýninguna á laugardaginn. Einhverjar eru þó að vinna með þema
sem er bein tenging við gosið og náttúruna.
 
Sérðu fram á eitthvað framhald á samstarfi ykkar hönnuðina?´
Já það væri gaman. Kannski bara árlegt gigg? Veit ekki? við erum hvor
úr sinni áttinni og held ég að þetta sé bara cool að gera þetta
einu sinni flott saman og við þetta sérstaka tilefni. Það er sterkast
og eftirminnilegast þannig. Vonandi!
 
Nú eru flestar sýningarstelpurnar ykkar frá eyjum, er mikið af
hæfileikaríku sýningarstelpum í Vestmannaeyjum?

Já það hafa alltaf verið fallegar og fótafimar stúlkur í Eyjum (svo
vanar brekkulabbi á ská og vindi í andlitið alla daga.....). Það var
tekin ákvörðun um að allir sem kæmu að sýningunni, hönnuðir og
fagfólk í klæðskurði, módel, hár og förðunarfólk, tæknifólk og
framkvæmdaraðilar væru frá Eyjum eða tengdir eyjum. En módelin eru
æðisleg. Sætar og flottar stelpur, sem einhverjar hafa verið í
Sumarstúlku eða Ungfrú Íslands keppnunum - og fáum við jafnvel einn
eyjapæja til að stíga á sviðið líka.......
 
Nú er þetta ekki í fyrsta skiptið sem hönnun er sýnd í
Vestmannaeyjum en stór sýning var haldin í eyjum árið 2001, heldurðu
að þarna sé sóknarfæri fyrir sveitafélagið að nota það umhverfi
sem í boði er í eyjum bæði fyrir myndatökur og sýningar í
framtíðinni?

Já hiklaust JÁ! BÆði hvað varðar sýningu á staðnum (margir
spennandi staðir enn eftir....) og myndatökur fyrir ýmis tilefni og
hreyfimyndaefni. Náttúran og umhverfið er einstakt en svo veltur þetta
allt saman á veðrinu. Við vitum hvernig það er Vestmannaeyingar :)
Menning, tíska og listir eiga alltaf vel við í kynningum fyrir
sveitarfélag og finnst mér bara alveg frábært að Vestmannaeyjabær og
Goslokanefnd hafi leitað til okkar að fyrra bragði að hafa þessa
samsýningu í Eldheimum á Goslokahátíðinni í ár. Frábært!
 
Telurðu að það hafi mótað ykkur og þig að hafa alist upp í
þessari náttúru sem að er í eyjum?

Já ég tel að bæði uppeldi og umhverfið sem sagt náttúran hafi mikil
áhrif á einstaklinginn. Og ég held að vindurinn geri eyjafólk bara
sterkari - þá leggur maður bara meira á sig til að komast upp brekkuna
og þá verður restin af leiðinni auðveld. Það hjálpar okkur líka
þessi léttleiki, húmor og endalaus vinnugleði, að eiga samskipti við
annað fólk og koma hugmyndum okkar og lífsýn á framfæri. JÁ
pottþétt! Brimið á hamrinum, Lundapysjuveiðar, sprang, gosið,
fjöllin og bryggjan er þarna allt og koma áhrifin uppá yfirborðið á
undarlegan og oft óútskýranlegan hátt í hönnun okkar allra sem tökum
þátt í sýningunni.
 
Þú hefur verið að vinna að fatamerkinu Starkiller ásamt Hörpu
samstarfskonu þinni, hvað gerir Starkiller frábrugðið öðrum
fatamerkjum í dag?
Við erum góð blanda af tveimur fagmönnum hvor á sínu sviði og náum
að nýta það besta hjá hvor annarri og útkoman er yfirleitt frábær.
Harpa er fatahönnuður og mikill listamaður af lífi og sál og ég er
lærður Klæðskeri og Kjólameistari og þannig skiptist vinnan okkar á
þróun línunnar. Harpa hannar mestmegnis heildarútlitið og ég sé um
útfærslu og tæknivinnuna við flíkurnar, en fórum stanslaust yfir á
hvors annars svið enda engar breiðar línur í okkar samstarfi.
Starkiller byrjaði sem kraftmikil, ögrandi og draumkennd hönnun sem hefur
mestmegnis haldið sér þannig. Við erum að selja línuna okkar í DEAD
hjá Jóni Sæmundi á Laugaveginum og hjá okkur á vinnustofunni þar sem
við afgreiðum líka sérpantanir þar sem konur geta fengið sérhannað
og sérsaumað dress á sig frá Starkiller. Einnig er hægt að panta og
fá upplýsingar á www.myspace.com/starkillericeland . Við höfum unnið
mikið með svart hvítt og bleikt og nú bætum við við nokkrum
sumarlitum í línuna sem veður sýnd á Laugardaginn.
 
Í ágúst á síðasta ári opnaðir þú svokallað "Showroom" á
Laugarveginum, hvernig hefur sá rekstur gengið?

Já ég opnaði það einmitt í samstarfi við Hörpu út af nýfæddu
samstarfi okkar þá í Starkiller. (fyrsta sýningin okkar var á Made in
Iceland sýningunni sem var í Loftkastalanum í maí 2007. VIð vorum með
nokkrar flíkur þar og vinnustofu okkar fyrir innan og það gekk mjög
vel. Leigusamningurinn í Kjörgarði rann út síðustu áramót og
ákváðum við að flytja vinnuaðstöðuna á Skúlagötu 10 þar sem ég
rek einnig Búninga- og fataleiguna Hexíu með systur minni Guðbjörgu.
Við Harpa vinnum þar mikið saman og fáum kúnna til okkar í mátun
líka. Annars seljum við eins og áður hefur komið fram í DEAD á
Laugaveginum

Eyjar.net þakka Selmu fyrir að gefa sér tíma frá undirbúningi sýningarinnar til að svara okkar spurningum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.