Eyjamenn smæla framan í heiminn!

3.Júlí'08 | 16:23

Megas

Það er sannarlega tilefni til að fagna þegar höfuðsnillingur eins og Magnús Þór Jónsson - Megas - sækir Vestmannaeyjar heim. Megas hefur fyrir löngu skipað sér sess meðal ástsælustu tónlistarmanna þjóðarinnar og eru lög og textar eftir hann meðal þess allra besta sem komið hefur út á íslenskri tungu.

Toyota á Íslandi fagnar því komu Megasar og hljómsveitar hans Senuþjófanna til Vestmannaeyja. Leiðir Megasar og Toyota á Íslandi lágu saman fyrr í sumar þegar hið fræga lag hans - Ef þú smælar framan í heiminn - varð að einkennislagi auglýsingaherferðar Toyota.

Megas sendi fyrst frá sér hljómplötu árið 1972 og bar hún einfaldlega nafnið Megas. Í dag eru plötur Megasar orðnar í kringum 30 talsins og hafa ófáar dægurlagaperlur orðið til. Þannig má finna níu af plötum Megasar á lista yfir hundrað bestu hljómplötur tuttugustu aldar á Íslandi í bók Dr. Gunna - Eru ekki allir í stuði - sem kom út árið 2001.

Líkt og með Megas hafa Íslendingar tekið Toyota opnum örmum á undanförnum áratugum og hefur Toyota verið einn mest seldi bíll á Íslandi í lengri tíma. Toyota hefur þannig verið sannkallað tákn um gæði líkt og Megas.

Toyota á Íslandi óskar Eyjamönnum góðrar skemmtunar á tónleikunum í kvöld, enda er löngum þekkt að Eyjamenn smæla framan í heiminn - og aka um á Toyota!

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.