Nýtt útlit á ljósmyndavef Sigurgeirs ljósmyndara

2.Júlí'08 | 11:42

Sigurgeir

Í dag var nýtt útlit á vefstetri Sigurgeirs ljósmyndara opnað en nýja útlitið á að auka virkni vefsins til muna og auðvelda notendum notkun hans í leit að ljósmyndum eða við almenna skoðun í myndasafni vefsins.

Sigurgeir ljósmyndari hefur síðustu áratugina fest sögu Vestmannaeyja á filmu og undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma myndasafni hans á stafrænt form. Í dag eru yfir 11.000 myndir á vefnum www.sigurgeir.is og daglega bætast myndir inn á vefsíðuna.

Meðal nýjunga í nýja útlitinu hefur flokkun ljósmynda verið einfölduð og yfir- og undirflokkar verið settir í myndasöfn og þau gerð aðgengilegri á forsíðu. Notendum gefst einnig kostur á að skrá athugasemdir við myndir  t.d. að senda inn nöfn sem vantar á viðkomandi einstaklinga. Leitarvél vefsins hefur verið endurbætt og efld til muna.

Stuttar fréttatilkynningar munu birtast á vefnum tengdum starfsemi Sigurgeirs og birting ljósmynda frá einstökum viðburðum eða því nýjasta  sem  Sigurgeir hefur náð að fanga með myndavélinni hverju sinni.

Sérstökum myndasýningum tengdum eldgosunum í Surtsey og á Heimey eru gerð góð skil og er það verkefni sérstaklega styrkt af Menningarráði Suðurlands. Á næstu mánuðum munu bætast inn á vefinn sérstök sýning tengdum fiskveiðum og vinnslu í Eyjum s.l. 50 ár.

Vefurinn er hannaður af Sæþóri Vídó en fyrirtækið SmartMedia sá um alla forritun á bak við vefinn.

Vef Sigurgeirs ljósmyndara má sjá á slóðinni www.sigurgeir.is

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.