Mikil dagskrá framundan í Höllinni næstu daga

2.Júlí'08 | 12:47

Einar Björn Einsi kaldi

Næstu daga verður boðið upp á metnaðarfulla dagskrá í Höllinni og hefjast herlegheitin á fimmtudagskvöldið með tónleikum meistara Megasar.

Meistari Megas og hljómsveit hans Senuþjófarnir leika á tónleikum á fimmtudagskvöldið.  Megas hefur ekki leikið á tónleikum í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og því kærkomið tækifæri fyrir Eyjamenn að hlýða á þennan ástsæla tónlistarmann. Söngvaskáldið Leó Snær Sveinsson sér um að hita Eyjamenn upp áður en Megas og Senuþjófarnir hefja leik. Húsið opnar klukkan 20.00. Megas stígur síðan á stokk klukkan 21.00.  Aðgangseyrir 2500 krónur og er forsala í Sparisjóðnum.

Á föstudagskvöldið verður Eyjakvöld og byrjað kvöldið með Volcano kvöldverðarhlaðborði. Það er veisluþjónusta Eina Kalda sem sér um veislumatinn og verður enginn svikin af þeim kræsingum sem að Einar Björn og félagar ætla að matreiða. Borðapantanir fara fram í síma 698-2572 og verðið er 3.500.
Þegar kvöldverðarhlaðborðinu líkur mun hefjast um klukkan 21:00 eyjatónleikar þar sem skærustu stjarna Vestmannaeyja koma fram.

Stebbi og Eyfi blása til tónleika í Höllinni Vestmannaeyjum sunnudagskvöldið 6. júlí. Dagskráin verður tvískipt, fyrri helmingurinn verður tileinkaður lögum Simons og Garfunkel, en í seinni hálfleik munu þeir flytja lög úr eigin söngvasjóði. Það voru öðru fremur lög Pauls Simons sem urðu þess valdandi að Stebbi og Eyfi hófu samstarf fyrir 19 árum, en báðir höfðu þeir og hafa enn brennandi áhuga á tónsmíðum Simons, sem hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í vikunni. Í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 30 ár frá goslokum, ætla Stebbi og Eyfi að gerast örlátir og gefa með hverjum aðgöngumiða (á meðan birgðir endast) eintak plötu sinnar "Nokkrar notalegar ábreiður", sem út kom árið 2006. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.500 krónur.

Það má þvi með sanni segjast að dagskrá Hallarinnar um goslokin sé glæsileg í alla staði þar sem allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.