Logar minnast Gölla Valda á goslokunum

1.Júlí'08 | 18:01

logar

Hljómsveitin Logar ætla næstkomandi laugardaginn klukkan 16:00 að minnast samferðamanns hljómsveitarinnar síðustu 35 árin en um þessar mundir eru 35 ár frá útgáfu plötunnar Logar í Vestmannaeyjum sem innihélt lagið Minning um mann.
Lagið Minning um mann er þekktasta lag Logana en lag og texta samdi Gylfi Ægisson.
Á laugardaginn klukkan 16:00 munu logarnir afhjúpa minnisvarða í kirkjugarðinum til minningar um Gölla Valda. Séra Guðmundur Örn mun flytja bænarorð og lagið Minning um mann verður flutt af Logum.

Logar munu dreifa í hvert hús í Vestmannaeyjum dreifimiðum sem auglýsir þennan viðburð nánar á næstu dögum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.