Framtíð Surtseyjar rædd

1.Júlí'08 | 07:16

Surtsey

Surtsey er á dagskrá 32. fundar heimsminjanefndar UNESCO sem hefst í Quebec-borg í Kanada á morgun. Þar verður tekin afstaða til umsóknar Íslendinga um að eyjan verði skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Þingvellir eru þegar á skránni sem menningarminjar en sótt er um skráningu Surtseyjar sem náttúruminja.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og formaður Heimsminjanefndar Íslands, sagði of snemmt að segja nokkuð um niðurstöðu fundarins í Quebec. Keppni um skráningu á heimsminjaskrána sé mikil, en mikilvæg viðurkenning felist í því einu að komast á dagskrá fundarins. Þá sagði Björn að skráning á heimsminjalistann feli í senn í sér viðurkenningu og skyldur um að varðveita hið skráða í samræmi við skráningarskilmála.

Lovísa Guðrún Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur verið ráðin sérfræðingur friðlandsins í Surtsey. Hún hefur umsjón með friðlandinu og annast m.a. umsóknir um ferðaleyfi og eftirlit úti í Surtsey. Meðal verkefna Lovísu verður að koma á fót gestastofu Surtseyjar í Vestmannaeyjum. Hún kvaðst vona að hægt verði að opna hana næsta sumar. Vestmannaeyjabær ætlar að byggja gosminjasafn og gera þar grein fyrir Heimaeyjargosinu 1973 og Surtseyjargosinu 1963-67. Í Þjóðmenningarhúsinu stendur yfir sýning um Surtsey og sagði Lovísa að sýningin verði flutt til Vestmannaeyja á næsta ári.

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).