Eyjastelpur láta til sín taka

1.Júlí'08 | 17:29
„Ég er að fara til Eyja og við erum sex hönnuðir sem erum allar tengdar Vestmannaeyjum á þessari hátíð sem heitir goslokahátíð Vestmannaeyja.
Nú er verið að opna nýja götu þar sem verið er að grafa upp. Það er búið að vera að vinna að því í nokkurn tíma og nú á að draga götuna upp á yfirborðið," segir Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari aðspurð um helgina framundan.

„Við erum að vinna þetta í sameiningu. Við erum margir ólíkir fagmenn sem náum rosalega vel saman. Það verða mest sýningarstelpur frá Vestmannaeyjum sem sýna fatnaðinn. Þetta verða ungar, sætar og flottar Eyjastelpur."

„Tískusýningin verður á laugardaginn en hátíðin hefst á fimmtudaginn því
þá eru 35 ár síðan gosinu lauk."

„Ég ætla að vera með föt frá Starkiller sem ég vinn með Hörpu Einarsdóttur fatahönnuði en við erum í samstarfi með fatamerkið. Við ætlum að kýla á sýninguna um helgina en við höfum verið að vinna saman í Starkiller í rúmt ár með smá hléum. Þetta eru töffaraföt eins og nafnið gefur til kynna. Sterkt, öflugt og það ögrar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.