Bæjarstjórn Vestmannaeyja var að samþykkja þetta:

1.Júlí'08 | 08:44

Georg Arnarson

Reglur um nytjar á lunda í Vestmannaeyjum fyrir veiðitímabilið 2008

1. grein

Lundaveiðar verði heimilaðar á tímabilinu frá 10. júli til og með 31. júlí 2008. Ákvörðun um framhald veiða verður tekin í kjölfarið á fundi Bjargveiðifélags Vestmannaeyja sem haldin verður 27. júlí og í samráði við Náttúrustofu Suðurlands.

2. grein

Öllum veiðimönnum og veiðifélögum er skylt að skila veiðitölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins, eigi síðar en 1. september 2008.

3. grein

Allur afli skal vera aðgengilegur vísindamönnum hjá Náttúrustofu Suðurlands til aldursgreininga og rannsókna.

4. grein

Veiði á heimalandinu verður bönnuð með öllu nemi í gegnum veiðivélög sem hafa umsjón og eftirlit með veiðunum og greiði gjald fyrir nytjarétt líkt og önnur úteyjarfélög.

5. grein

Í almenningi, Sæfjalli, geta allir veitt sem hafa veiðikort. Veiðimenn sem veiða í almenningi ber að skila aflatölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins. Ekki þarf að vera meðlimur í sérstöku veiðifélagi til að mega stunda veiðar í almenningi.

6. grein

Þau félög sem ekki fylgja þessum reglum missa veiðiréttin og verður sagt upp leigu á nytjarétti á viðkomandi svæði eða eyju.

7. grein

Þeir einstaklingar sem ekki fylgja reglum er varða veiðar í almenningi (sbr. 5. grein) munu ekki fá heimild til að stunda veiðar á ný.

Reglurnar gilda fyrir veiðitímabilið 2008 og verða þær endurskoðaðar fyrir næsta veiðitímabil með hliðsjón af reynslunni í ár.

Í greinagerð með þessu kemur m.a. fram eftirfarandi:

Á opnu málþingi um ástand lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar sem haldið var á vegum Náttúrustofu Suðurlands þann 20. apríl sl. komu fram miklar áhyggjur af lundastofninum í Vestmannaeyjum. Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknarstofnunarinnar bendir allt til þess að vöntun á 0 grúpu síli, sem er uppistaðan í fæðu pysjunnar fyrstu vikuna eftir klak, hafi leitt til þess að varpárangur lundastofnsins við Vestmannaeyjar hefur misfarist á undanförnum árum. Veiðistofninn samanstendur af tveggja til fjögra ára gömlum fugli og miðað við varpárangurinn undanfarin ár má ætla að veiðistofninn í ár verði með minnsta móti.

Smávægilegar athugasemdir frá mér:

Ég er nú ekki viss um að allir á heimalandinu verði hrifnir af þessu, en ég get þó bent veiðimönnum á heimalandinu á það, að nú þegar höfum við hafði undirbúning á stofnun veiðifélags á heimalandinu og ætlum að stefna að því að því verði lokið áður en veiðitíminn hefst. Það er ótal margt sem ég get sett út á í þessu málefni, en ætla nú ekki að gera það í bili, en mín skoðun á lundastofninum í eyjum er þó óbreytt, þ.e.a.s. að lundastofninn í eyjum sé sennilega í sögulegu hámarki. Það sem mér þykir hinsvegar undarlegast við greinargerðina er að þar er talað um vöntun á síli sem aðal ástæðu, en á sama tíma er fjöldi togskipa og snurvoðabáta allt í kringum Vestmannaeyjar að skarka á þeim svæðum sem hingað til hafa verið friðar og uppeldissvæði fyrir sílið, án þess að Hafró hafi nokkuð út á það að setja en ég ætla nú að leyfa mér að álykta sem svo, að þar spili pólitík mikið inn í.

http://georg.blog.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.