Þórshöfn Seyðisfjörður

29.Júní'08 | 07:20

kraftur

Það var úrhellis rigning sem strákarnir silgdu í gegnum og fóru þeir í land á Vopnafirði og fengu sér kaffi, þar hittu þeir Vestmannaeyinginn Gísla Sigmarsson, en hann er að vinna hjá HB Granda á Vopnafirði, og gaf hann þeim öllum nýja og hlýja vettlinga sem þeir þáðu með þökkum. Takk kærlega fyrir það Gísli.

Síðan lá leiðin beint á Seyðisfjörð, ætluðu strákarnir að stoppa við í Húsavík (eystri) en vegna mikils sjógangs var það því miður ekki hægt.

Ferðin gekk samt sem áður ágætlega og komu strákarnir í land um fjögurleytið á Seyðisfjörð og var drifið í því að taka bátana upp til að skipta um olíur á mótorunum og fengum við að setja þá inn hjá Björgunarsveitinni Ísólfi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir alla hjálpina en þeir útveguðu okkur kerrur undir bátana ásamt því að stjana við okkur. Einnig viljum við þakka Hafnarverðinum ásamt kranastjóranum fyrir aðstoðina en það þurfti að hífa bátana upp á kerrurnar.

Við stelpurnar brunuðum á trukknum frá Þórshöfn með smá stoppi á Vopnafirði og keyrðum við yfir nokkrar heiðarnar og eina sem heitir Hellisheiði og er hún aðeins 655 metra há og var það mjög gaman að sjá útsýnið úr þessarri miklu hæð.
Engir Ísbirnir voru á leið okkar en aldrei að vita nema að við rekumst á einhvern á restinni af leið okkar um landið. Gekk ferðin hjá okkur ótrúlega vel og héldum við að keyrslan tæki mun lengri tíma en við vorum komnar á Seyðisfjörð á svipuðum tíma og strákarnir.

Við hittum Aðalstein Baldursson og vinkonu hans á Egilsstöðum og bauð hann okkur uppá kaffi og í smá spjall.
Takk fyrir það Aðalsteinn minn.

Daníel Reynisson formaður Krafts kom og tók á móti okkur á Seyðisfirði og var mjög gaman að hitta hann.
Sæbjörg konan hans Himma kom með litlu dótur þeirra hana Grétu Hólmfríði og kærastan hans Bjartmars hún Hjördís kom líka

Við fengum frábæran mat í boði Seyðisfjarðar og var það hún Ragnheiður Gunnarsdóttir sem eldaði handa okkkur frábæran hrygg með öllu tilheyrandi og fengum við ís í eftirrétt með heitri súkkulaðisósu.
 mmmmmm þetta var ekkert smá gott.

Eftir matinn kíktu ferðalangarnir á Kaffi Láru og fengu sér El Grillo bjór og bauð Eyþór vertinn þeim uppá skot í boði hússins.

Móttökurnar á Seyðisfirði eru hreint út sagt frábærar Takk fyrir okkur.

www.krafturikringumisland.com

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.