Fyrsta golfsögubókin komin út

29.Júní'08 | 07:15

golfklúbbur Vestmannaeyja

Golfklúbbur Vestmannaeyja verður 70 ára á þessu ári en GV er þriðji elsti golfklúbbur landsins á eftir GR og GA.

Íslandsmótið í höggleik mun af þessu tilefni fara fram í Eyjum og nú er komin út glæsileg bók, Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem golfklúbbur á Íslandi ræðst í slíka útgáfu.

Þetta er fyrsta golfsögubókin á Íslandi og er hún 250 blaðsíður og prýdd fjölmörgum myndum. Höfundurinn Sigurgeir Jónsson, blaðamaður og kennari, vann að bókinni í tvö ár en hún er til sölu hjá GV. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að senda tölvupóst á golf@eyjar.is.

 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is