Fyrsta golfsögubókin komin út

29.Júní'08 | 07:15

golfklúbbur Vestmannaeyja

Golfklúbbur Vestmannaeyja verður 70 ára á þessu ári en GV er þriðji elsti golfklúbbur landsins á eftir GR og GA.

Íslandsmótið í höggleik mun af þessu tilefni fara fram í Eyjum og nú er komin út glæsileg bók, Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem golfklúbbur á Íslandi ræðst í slíka útgáfu.

Þetta er fyrsta golfsögubókin á Íslandi og er hún 250 blaðsíður og prýdd fjölmörgum myndum. Höfundurinn Sigurgeir Jónsson, blaðamaður og kennari, vann að bókinni í tvö ár en hún er til sölu hjá GV. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að senda tölvupóst á golf@eyjar.is.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.